Myndasafn
- Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Selectum Family Resort Belek er gott 5 stjörnu hótel sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Lítill supermarkaður með helstu nauðsynjum er á hótelinu og er hótelið við fallega baðströnd. Garður hótelsins er stór og fallegur. Góð sólbaðsaðstaða, 3 sundlaugar, 1 sundlaug með vatnsrennibrautum og 1 sundlaug aðeins fyrir fullorðna. Ýmis afþreying er á hótelinu. Krakkaklúbbur fyrir 4-8 ára, 9-12 ára og 13-17 ára. Skipulögð dagskrá fyrir alla aldurshópa á daginn. Leikherbergi, útileikvöllur, píla og borðtennis. Þolfimi, líkamsrækt, tennisvöllur, jóga og heilsulind með nudd og snyrtimeðferðum gegn gjaldi. Lifandi tónlist og kvöldskemmtun.
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, 4 veitingastaðir, kaffihús, snarlbar, sundlaugarbar, strandbar, 2 garðbarir og 4 barir.
Í boði eru standard herbergi (max 3 gestir), garð herbergi (max 2 gestir), náttúru herbergi ( max 3 gestir), fjölskyldu svíta (max 5 gestir) og svíta (max 4 gestir). Í öllum herbergjum eru svalir eða verönd. Sjónvarp, sími, ketill og minibar. Hárþurrka, baðsloppur og inniskór. Þráðlaust net, loftkæling og öryggishólf.
Þetta er góð 5 stjörnu gisting sem býður upp á blöndu af lúxus, skemmtun og slökun fyrir alla aldurshópa. Golfvellir eru í næsta nágrenni og ekki má láta laugardagsmarkaðinn fram hjá sér fara en það er um 7 mínútna akstur í „Belek Saturday market“. The Land of Legends skemmtigarðurinn er aðeins í um 15 mínútna akstursfjarlægð og er það kjörinn kostur fyrir ógleymanlegt fjölskyldufrí.
Frá flugvellinum í Antalya til Selectum Family Resort Belek er um 35 km.