Myndasafn
- Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Sealife Family Resort Hotel er gott 5 stjörnu hotel sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Hótelið stendur við Konyaalti ströndina og er um 4 mínútna gangur í næsta supermarkað.
Garður hótelsins hefur ágætis sólbaðsaðstöðu, 1 úti sundlaug og 1 inni sundlaug. Ýmis afþreying er á hótelinu. Krakkaklúbbur, leikjaherbergi, borðtennis og píla. Líkamsrækt, heilsulind (gegn gjaldi), lifandi tónlist og kvöldskemmtanir.
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, veitingastaður, snarlbar, strandbar og 2 barir.
Í boði eru tvíbýli, þríbýli, fjölskylduherbergi og svíta. Í öllum herbergjum eru svalir eða verönd. SJónvarp, sími, sófi, minibar, ketill og hárþurrka. Þráðlaust net, loftkæling og öryggishólf.
Þetta er góð 5 stjörnu gisting staðsett við strönd og hefur fjölbreytta afþreyingu á hóteli og í næsta nágrenni. Um 10 mínútna akstur er í gamla bæ Antalya, 8 mínútna akstur í verslunarmiðstöð og á sædýrasafn. Fjölbreytt vatnasport er í næsta nágrenni.
Frá flugvellinum í Antalya til Sealife Family Resort Hotel er um 23 km.