Spánn
, Benalmádena
, Costa del Sol

Hotel Palmasol

Yfirlit

Palmasol er gott 3 stjörnu hótel frábærlega staðsett á Benalmádena örfáum metrum frá smábátahöfninni í Puerto Marina. Í garði hótelsins er sundlaug, barnalaug og La Choza Bar þar sem hægt er að fá sér létt snarl, drykki og ís. Á kvöldin er skemmtidagskrá á Mambos bar fyrir alla fjölskylduna. 

Staðsetning

Hótellýsing

Líkamsræktaraðstaða er á hótelinu og innilaug sem er bara opin yfir vetrartímann. Herbergin eru lítil eða 14 fm. Þetta eru snyrtileg og fallega innréttuð herbergi í ljósum litum útbúin helstu nauðsynjum. Öll herbergi eru með svölum, loftkælingu, sjónvarpi, síma. Greitt er aukalega fyrir afnot af öryggishólfi, minibar og neti. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka og snyrtivörur. Greitt er aukalega fyrir herbergi sem snúa út að sundlaug eða með sjávarútsyni. Í herbergjum er yfirleitt tvö 135 cm rúm og leyfilegt að vera allt að 4 í herbergi sem þýðir að tveir sofa í hverju rúmi fyrir sig. Gott er að hafa í huga að þetta eru lítil herbergi. Gott 3 stjörnu hótel með frábærri staðsetningu. 

Bóka