Spánn
, Costa del Sol
, Fuengirola

Myramar Fuengirola

Yfirlit
Aparthotel Myramar er íbúðagisting staðsett í Fuengirola. Við hliðiná hótelinu er Primark og verslunarmiðstöð. Í næsta nágrenni er fjöldi veitingastaða en það er 1,2 km í miðbæ Fuengirola. Þetta er ágætis gisting á góðu verði, einfaldur kostur og einfaldar íbúðir.  

Staðsetning

Hótellýsing

Stór garður er á hótelin og þar eru tvær sundlaugar og barnalaug. Góð sólbaðsaðstaða og 300 fm leikvöllur fyrir börnin. Á daginn er ýmis afþreying í boði og krakkaklúbbur. Á kvöldin er skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. Heilsulind er á hótelinu með innilaug, nuddpotti, sauna, hvíldaraðstöðu og líkamsræktaraðstöðu. Tveir veitingastaðir eru á hótelinu. Olea sem er opið eldhús þar sem boðið er upp á Andalusian rétti og ýmsa heilsurétti. Colonial veitingastaðurinn er hlaðborðsstaður þar sem boðið er upp á Miðjarðarhafsmatargerð. Aqua bar er með ferska safa, kokteila, ís, kaffi og fleira.  

 
Í boði eru stúdíó íbúðir, íbúðir með einu svefnherbergi og íbúðir með tveimur svefnherbergjum.  
Stúdíó - 25 fm og hýsir mest 2 einstaklinga 
Íbúð með einu svefnherbergi 40 fm og hýsir mest 4 einstaklinga. Svefnherbergi og í stofu eru tveir einbreiðir svefnbekkir, eldhús, borð og stólar.  
Íbúð með tveimur svefnherbergjum – 58 fm og hýsir mest 6 einstaklinga. Tvö svefnherbergi og tveir einbreiðir svefnbekkir í stofu ásamt eldhúsi, borði og stólum.  
Allar íbúðirnar eru með svölum, fullbúnu eldhúsi með ísskáp, örbylgjuofni, brauðrist, katli, helluborð og borðbúnaði. Loftkæling, öryggishólf sjónvarp, sími og net. Á baðherbergjum er baðkar með sturtu og hárþurrka. 
Þetta er ágætis gisting á góðu verði, einfaldur kostur og einfaldar íbúðir.  
 
 
Bóka