Spánn
, Costa del Sol
, Fuengirola

Fuengirola Beach Aparthotel

Yfirlit
Beach Fuengirola er gott 3 stjörnu hótel í Fuengirola sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör.  
Verslunarmiðstöð er við hliðiná hótelinu svo stutt er í næsta súpermarkað og 500 metrar eru niður á strönd frá hótelinu. 
Garður hótelsins er stór með góðri sólbaðsaðstöðu, 1 stór sundlaug, 1 stór barnalaug og leiksvæði fyrir börn. Fjölbreytt afþreying er á hótelinu, leikherbergi, krakkaklúbbur, tennisvöllur, körfuboltavöllur, líkamsrækt og lifandi tónlist. Í næsta nágrenni er einnig að finna hjólabrettagarð, veitingastaði og bari. 

Staðsetning

Hótellýsing

Í boði eru íbúðir með einu svefnherbergi og tvíbýli. Íbúðir með einu svefnherbergi hafa svalir eða verönd, eldhúskrók með borðbúnaði, eldavél, örbylgjuofn, brauðrist, ketil og ísskáp. Tvíbýlin eru öll staðsett á jarðhæð svo þau hafa verönd. Allar gistingar hafa sjónvarp, síma, loftkælingu, hárþurrku og öryggishólf (gegn gjaldi). Þráðlaust net er í almenningsrými hótelsins. 
Þetta er góð 3 stjörnu gisting sem er vel staðsett, veitingastaðir, barir og verslanir eru í næsta nágrenni og auðvelt er að komast í almenningssamgöngur frá hótelinu. 
Frá flugvellinum í Malaga er um 25 km á Beach Fuengirola. 
Bóka