Spánn
, Benalmádena
, Costa del Sol

Mac Puerto Marina Benalmadena

Yfirlit
Mac Puerto Marina Benalmadena er mjög gott 4 stjörnu hótel frábærlega staðsett við smábátahöfnina í Benalmádena þar sem fjöldi er af veitingastöðum og verslunum. Í garði hótelsins eru tvær sundlaugar og er önnur þeirra barnalaug, sólbekkir og sundlaugabar. Heilsulind er á hótelinu og líkamsræktaraðstaða. Á kvöldin er lifandi tónlist og skemmtun. Hlaðborðsveitingastaður er hótlinu og val eru um að bóka gistingu með morgunverð eða hálfu fæði. 

Staðsetning

Hótellýsing

Tvíbýlin eru 25 fm og þar geta mest verið 2 fullorðnir og 1 barn eða 3 fullorðnir. Tvíbýli Andalucia snýr inn í port hótelsins með útsýni yfir þar sem morgun og kvöldverður er borðaður. Á öllum herbergjum er lofkæling og svalir eða verönd. Minibar, öryggishólf, sjónvarp, sími og kaffivél. Baðherbergi eru með baðkari/sturtu og hárþurrku. Þetta er gott hótel sem er alveg frábærlega staðsett örstutt frá smábátahöfninni.  
 
Frá flugvellinum í Malaga til Benalmádena eru 15 km.  
Bóka