Porto
Porto er sjarmerandi borg í norðurhluta Portúgal. Porto hefur oft verið nefnd fallegasta borg Evrópu en áin Douro rennur í gegnum borgina. Gamli bærinn Ribeira er á heimsminjaskrá Unesco. Borgin einkennist af þröngum bröttum götum og litríkum húsum. Fallegar byggingar sem margar hverjar eru frá 18. öld. Dom Luís bogadregna járnbrúin er frá 1886 og það er einstaklega gaman að ganga yfir brúna því útsýnið er stórkostlegt. Sigling á ánni Douro er einstök upplifun eða ganga meðfram árbakkanum. Saltfiskurinn, möndlubökurnar og Portvínið er eitthvað sem allir verða að smakka þegar þeir heimsækja þessa dásamlegu borg. Það er ekki að furða að þessi borg er einn af vinsælustu áfangastöðum ferðamanna í Evrópu.