Persónuvernd

Persónuverndarskilmálar Tango Travel 
Hér eru upplýsingar á því hvernig Tango Travel meðhöndlar persónupplýsingar þínar.
Tango Travel mun veita þér upplýsingar um þau gögn sem er safnað og með hvaða hætti við notum þau. 
 
Tango Travel mun tryggja að persónuverndarréttindi þín séu virt og veita þér meira vald yfir þínum eigin upplýsingum. 
 
Tango Travel mun nota upplýsingarnar sem þú gefur okkur í þeim tilgangi sem lýst er í stefnu okkar um persónuvernd. Það felur meðal annars í sér að veita þér þá þjónustu sem þú óskað hefur eftir og bæta þjónustu okkar við viðskiptavini.  
 
Tango Travel mun ekki senda þér markaðsefni hafir þú afþakkar það. Við munum hinsvegar senda þér mikilvægar upplýsingar varðandi ferð þína, ferðatilhögun og annað sem skiptir máli.  
Hér að neðan er hægt að lesa frekar um persónuverndarstefnu Tango Travel. EF þú hefur einhverjar spurningar þá vinsamlegast hafðu samband við okkur í gegnum tölvupóst tango@tango.travel 
 
Vinsamlegast hafðu í huga að samantektin hér að ofan og persónuverndarstefnan hér að neðan hafa ekki samningsgildi og eru því ekki hluta af samningi þínum við Tango Travel með fyrirvara um réttindi þín samkvæmt gildandi lögum.  
 
 
Markaðsefni og tilkynningar 
Við sendum þér markaðsefni þegar þú hefur skráð þig fyrir því.  
 
Þegar þú veitir okkur upplýsingar getur þú verið spurður hvort þú viljir ekki fá markaðsefni frá okkur. Tango Travel  kynnir stundum vörur og þjónustur frá þriðja aðila og getur Tango Travel beðið um samþykki þitt fyrir því að taka við því markaðsefni.  
 
Við virðum óskir þínar um hvort þú viljir fá markaðsefni frá okkur og með hvaða hætti þú vilt fá það sent.  
 
Þú getur skipt um skoðun og óskað eftir því að fá ekki sent frá okkur markaðsefni. Til að hætta að fá sent frá okkur markaðsefni getur þú smellt á „afskrá af póstlista”  í þeim tölvupósti sem við sendum þér. Þú getur einnig sent okkur tölvupóst á tango@tango.travel og við afskráum þig af póstlista.  
 
Við munum hinsvegar halda áfram að senda þér upplýsingar er viðkemur þeirri þjónustu sem þú hefur keypt af okkur. Þetta gæti verið t.d ferðagögn, upplýsingar um breytingar, ferðatilhögun eða annað.  
 
Hversu lengi geymum við persónuupplýsingarnar þínar? 
Persónuupplýsingar þínar geymum við eins lengi og nauðsynlegt er í þeim tilgangi að nota þær til úrvinnslu. Allar upplýsingar er tengjast ferðalagi þínu, til að ganga frá ferðatilhögun þinni og síðan til að geta svarað öllu sem lítur að bókun þinni við okkur, ágreiningi eða spurningar.  
 
Hvenær á persónuverndarstefna við? 
Persónuverndarstefna Tango Travel  á við þegar við söfnum, nýtum eða vinnum með öðrum hætti persónuupplýsingar sem varða samband þitt við okkur sem viðskiptavinur. Þetta á við þegar þú bókar flug, ferðast með okkur eða nýtir viðbótarþjónustu og vefsíðu okkar. Einnig á persónuverndarstefnan við þegar þú hefur samband við þjónustuaðila okkar eða bókar þjónustu okkar í gegnum þriðja aðila. Dæmi um slíkan þriðja aðila er önnur ferðaskrifstofa eða flugfélag. Til að nálgast frekari upplýsingar um gildissvið persónuverndarstefnanna, til dæmis þegar það eru fleiri „ábyrgðaraðilar gagna“, mælum við með því að þú kynnir þér persónuverndarstefnu viðkomandi til að fá frekari upplýsingar. 
 
Hvað eru persónuupplýsingar? 
Allar upplýsingar sem auðkenna þig eða væri hægt að nota í þeim tilgangi,  teljast til  persónuupplýsinga. Dæmi um slíkt er nafnið þitt, tengiliðaupplýsingar þínar eða upplýsingar um fyrri kaup
 
Upplýsingar um hvernig þú notar vefsíðu okkar getur einnig flokkast sem persónuupplýsingar.   
 
Við söfnum persónuupplýsingum um þig hvenær sem þú nýtir þér þjónustu okkar eða vefsíðu eða hefur samband við okkur í gegnum tölvupóst, samfélagsmiðla eða þjónustuaðila. Það sama gildir þegar þjónustan er veitt af þriðja aðila eða aðilum sem koma fram fyrir hönd Tango Travel.   
 
Vinsamlegast hafðu í huga að ef þú vilt ekki veita okkur persónuleg gögn sem eru nauðsynleg til þess að efna samning eða þegar vinnslu er krafist af okkur samkvæmt lögum getum við mögulega ekki veitt þér þá þjónustu sem óskað er eftir, að öllu leyti eða að hluta.
 
Enn fremur getum við fengið persónuupplýsingar þínar frá þriðja aðila svo sem:   
Þegar fyrirtæki sem er verktaki eða þjónustuaðili Tango Travel veitir þér þjónustu.  
Þegar fyrirtæki eða þriðji aðili sem tengist ferð þinni veitir þér þjónustu, svo sem tollayfirvöld eða útlendingaeftirlit, hótel, rekstraraðilar flugvalla, flugfélög sem þú ferðaðist með áður eða munt ferðast með næst á ferðalagi þínu. 
 
Tango Travel vinnur eftirfarandi upplýsingar.  
Upplýsingar sem þú veitir sem eru nauðsynlegar til að annast og ljúka við bókun á þjónustu sem þú hefur óskað eftir.  
 
Nafn, heimilisfang, tölvupóstfang, tengiliðaupplýsingar, fæðingardagur, kyn, vegabréfsnúmer, reiknings- og greiðsluupplýsingar. 
 
Upplýsingar á meðan á ferð þinni stendur, um auka þjónustu sem pöntuð hefur verið, samskipti við birgja sem veita þjónustu sem tengist ferð þinni og við starfsfólk.  
 
Ef þú bókar fyrir einhvern annan getum við safnað reikningsupplýsingum þínum en kunnum að vera í beinu sambandi við farþegann.  
 
Við getum safnað upplýsingum á borð við samskipti þín við starfsfólk okkar á meðan ferðalagi stendur.  
 
Við söfnum saman upplýsingum um bókun þína og ferðaáætlun. 
 
Við söfnum saman upplýsingum um séróskir sem tengjast þjónustu sem þú ert að kaupa, beiðnir og viðbótaraðstoð. 
 
Upplýsingar sem við fáum vegna fyrri ferða, hótel, ferðatilhögun, ferðatengd mál, truflanir eða breytingar á þjónustu svo sem eins og uppfærsla, tapaður farangur, kvartanir og endurgjöf viðskiptavina.  
 
Við geymum upplýsingar þínar ef þú hefur tekið þátt í leik/keppni, skráð þig á póstlista okkar eða haft samband við okkur í gengum samfélagsmiðla.  
 
Upplýsingar sem þú gætir veitt okkur úr ánægjukönnun.
 
Við greinum hvernig viðskiptavinir okkar nota söluleiðir okkar, þjónustu og vörur til að vita hvernig við getum bætt þjónustu okkar og notum upplýsingar t.d. frá Google, Instagram og Facebook til að senda þér upplýsingar  
 
Við getum fylgst með hvernig þú og aðrir viðskiptavinir nota vefsíðu okkar svo við getum fundið leiðir til þess að bæta upplifunina á vefsíðunni og auka öryggi hennar.  
 
Við getum notað og geymt persónuupplýsingar þínar, þar með talið kaupsögu þína, í stjórnarlegum tilgangi sem gæti farlið í sér t.d. bókhald og reikningagerð, endurskoðun, staðfestingu á kreditkorti eða öðru greiðslukorti og skimum fyrir svikum. 
 
Í sumum tilfellum þarf Tango Travel að vinna með viðkvæmar persónuupplýsingar. Þetta geta verið upplýsingar eins og trúarbrögð, heilsufar eða þjóðernisuppruni sem krefjast frekari öryggisráðstafana samkvæmt lögum Evrópusambandsins og íslenskum lögum um persónuvernd. Vísað er til þessara upplýsinga sem „ viðkvæmar upplýsingar”. 
 
Ferðaskrifstofum ber skylda samkvæmt reglugerðum að halda skrá yfir farþegaupplýsingar. Lög ákveðinna landa eins og Bandaríkin, Bretland og Kanada krefjast þess að flugfélög veiti landamæraeftirliti og útlendingaeftirliti tilteknar farþegaupplýsingar.
 
Tango Travel heldur utan um gögn sem geta verið notuð, og hefur rétt til að neita tilteknum einstaklingum um þjónustu vegna fyrri atvika, t.d eins og að hafa stofnað farþegum eða starfsfólki í hættu eða verði með áreitni í garð farþega og starfsmanna.  
 
Tango Travel vinnur ekki úr persónuupplýsingum þínum nema þar að lútandi lagastoð sé fyrir hendi. Lagastoðin kann að breytast eftir því hver tilgangur vinnslunnar er. Í næstum öllum tilvikum er lagastoðin eftirfarandi:  
 
Vinnsla þessara upplýsinga er nauðsynleg til þess að efna samning eða til þess að taka skref til þess að uppfylla kröfur þínar áður en gengið er til samnings, þ.e. að við getum gengið frá ferðatilhögun þinni, unnið bókun þína eða veitt þér þá þjónustu sem þú hefur óskað eftir.  
 
Tango Travel þarf að vinna persónuupplýsingar þínar til að hlíta lagalegum kröfum eða kröfum eftirlitsaðila.  
 
Vegna þess að þú hefur gefið samþykki þitt til Tango Travel að vinna upplýsingar þínar í ákveðnum tilgangi.  
 
Í tilfellum þar sem vinnsla gagna þinna er háð öðrum lögum getur lagastoðin fyrir vinnslunni verið önnur en getið er hér að ofan. Undir slíkum kringumstæðum kann vinnslan að vera byggð á samþykki þínu í öllum tilfellum.  
 
Til þess að Tango Travel geti veitt þér þjónustu, svo sem eins og að ganga frá ferðatilhögun þinni, er nauðsynlegt fyrir okkur að vinna sumar persónuupplýsingar þínar. Við munum þurfa að vinna upplýsingar eins og nafnið þitt, tengiliðaupplýsingar, greiðsluupplýsingar svo þú getir bókað vörur okkar, farið um borð í flug eða innritað þig á hótel ef um pakkaferð er að ræða.  
 
Lögmætir hagsmunir  
Tango Travel er ferðaþjónustuveitandi. Sem slíkur aðili höfum við lögmæta hagsmuni af því að vinna persónuupplýsingar þínar til þess að veita þá þjónustu sem við bjóðum.  
Sem ferðaskrifstofa þarf Tango Travel að hlíta kröfum eftirlitsaðila og getur þurft persónuupplýsingar þínar til að uppfylla þær kröfur.
Þetta á við ef þjónusta truflast og við þurfum að veita upplýsingar um viðskiptavini, upplýsingar til annarra landa vegna vegabréfaeftirlits eða ef veita þarf læknisfræðilegar upplýsingar.
  
Í einhverjum tilvikum getum við þurft að vinna persónuupplýsingar þínar þegar þú hefur veitt samþykki þitt fyrir því. Þú getur alltaf afturkallað samþykkið hvenær sem er. Vinsamlegast hafðu samband við Tango Travel ef þú vilt afturkalla samþykki þitt með því að senda tölvupóst á tango@tango.travel 
 
Tango Travel þarf í mörgum tilfellum að deila persónuupplýsingum þínum með flugfélögum, ferðaskrifstofum eða hótelum sem taka þátt í að ganga frá ferðatilhögun þinni.    
Greiðslu- og kreditkortafyrirtæki, fyrirtæki, stjórnvöld, þriðju aðilar sem koma að því að veita þjónustu.  
 
Tango Travel getur þurft að láta af hendi persónulegar upplýsingar þínar ef okkur ber lagaskylda til, þar með talið ef hafið er áætlunarflug frá nýjum áfangastað þar sem landslög krefjast þess að  við veitum persónuupplýsingar.    
 
Tango Travel getur gert breytingar á   persónuverndarstefnu sinni eins og þörf krefur eða kröfur eru gerðar til, á hverjum tíma.  
Samkvæmt löggjöf Evrópusambandsins og íslenskum persónuverndarlögum getur þú  óskað eftir afriti af persónuupplýsingum þínum ef þær eru unnar af Tango Travel.  Við gerum  allt sem á okkar valdi stendur til að bregðast við beiðni þinni innan 30 daga frá móttöku.
 
Beiðni þín verður að vera skrifleg og innihalda eftirfarandi upplýsingar:  
Nafn og tölvupóstfang 
Upplýsingar um beiðni þína.  
Upplýsingar sem auðvelda okkur að finna þær upplýsingar sem þú ert að óska eftir. T.d. bókunarnúmer, flugnúmer, dagsetningar, tölvupóstfang, símanúmer eða aðrar tengiliðaupplýsingar.  
Leggja þarf fram gild persónuskilríki s.s. vegabréf eða ökuskírteini til að staðfesta hver leggur fram beiðnina.  
 
Senda skal beiðni þína á:  
tango@tango.travel 
 
Þú hefur einnig rétt á að leggja fram kvörtun til Persónuverndar. Kvörtun má senda skriflega til:   
Persónuvernd  
Rauðarárstígur 10  
105 Reykjavík  
 
Tango Travel  
29. janúar 2022