Algengar spurningar

Hvernig bóka ég ferð? 
Það er best og einfaldast að bóka ferðina á vefnum okkar. Einnig er hægt að senda okkur póst á tango@tango.travel eða senda okkur fyrirspurn á Facebook eða í gegnum spjallið á vefnum hjá okkur.  
 

Hvernig get ég greitt fyrir ferðina? 

Hægt er að greiða ferðina með debet, kreditkorti, millifærslu, Netgiró eða Pei. Einnig bjóðum við upp á kortalán þar sem hægt er að skipta greiðslum í allt að 36 mánuði. Ef  viðskiptavinur vill taka kortalán þá þarf að senda okkur póst á tango@tango.travel og við aðstoðum með það. Netgiró og Pei bjóða einnig upp á að skipta greiðslum í allt að 24 mánuði en það fer einnig eftir upphæðinni sem á að skipta. Viðskiptavinur skiptir greiðslum sjálfum eftir að bókun er gerð inn á vef Netgiró eða Pei. Þeir sem vilja greiða með millifærslu geta sent okkur póst á tango@tango.travel og við aðstoðum við það. Við bókun er hægt að greiða 50.000 kr. í staðfestingargjald á mann ef 8 vikur eða lengra er í brottför. Ef minna en 8 vikur er í brottför þarf að fullgreiða ferðina. Pakkaferðir á viðburði eins og á fótboltaleik eða tónleika þá er staðfestingargjaldið að lágmarki 100.000 kr. pr. mann. Staðfestingargjald í golfferðir er 80.000 kr. Staðfestingargjald er alltaf óendurkræft.

Hvernig bóka ég sæti ? 

Þegar ferð er bókuð á vefnum er misjafnt eftir flugfélögum hvort boðið sé upp á að bóka sæti. Verð sætisbókana er misjafnt eftir flugfélagi. Hægt að senda póst á tango@tango.travel til að bóka sæti ef ekki var hægt að ganga frá sætisbókun í bókunarferli á vefnum. Í öllum tilfellum er greitt fyrir sætisbókanir.  
 
Hvernig bóka ég tösku eða aukafarangur? 
Innritaður farangur er ekki innifalinn í pakkaferðum Tango Travel nema að það komi sérstaklega fram. 
Þegar ferð er bókuð á vefnum kemur upp valmöguleiki í bókunarferlinu hvort farþegi vilja bóka innritaðan farangur eða auka handfarangur. 
Innifalið er handfarangur hjá flugfélögum og mjög misjafnt eftir flugfélögum hver farangursheimildin er. 
Play: Farangursheimild er 10 kg handfarangurstaska, 42x35x25 að stærð og þarf að komast undir sætið.
Icelandair: Farangursheimild er 23 kg innritaður farangur og 10 kg handfarangurstaska sem má ekki vera stærri en 55x40x20 cm. Má fara upp í farangurshólf.
Wizzair: Farangursheimild er bakpoki eða taska 40x30x20 cm og þarf að komast undir sætið. 
Easy Jet: Farangursheimild er bakpoki eða taska 45x36x20 cm og þarfa að komast undir sætið. 
Air Baltic: Farangursheimild er handfarangurstaska 8 kg. 
Einnig er hægt að senda póst á tango@tango.travel til bæta við farangri. Í öllum tilfellum er greitt fyrir innritaðan farangur sem og aukafarangur. 
 
Innritun fyrir flug. 
Nær öll flugfélög bjóða upp á að innrita sig á heimsíðu félagsins áður en mætt er upp á flugvöll. Það er ekki nauðsynlegt en sum flugfélög rukka farþega upp á flugvelli ef ekki er búið að innrita sig á vef félagsins. 
Play: Innritun fyrir flug opnar 24 klst fyrir brottför og lokar 2 klst fyrir áætlaða brottför. Farið er inn á þessa síðu til að innrita sig í flug. Ekki nauðsynlegt en mælum með að farþegar innriti sig í flug hafi þeir tök á því.
Icelandair:  Innritun fyrir flug opnar 24 klst fyrir brottför og lokar 6 klst fyrir áætlaðan brottfara tíma. Farið er inn á þessa síðu til að innrita sig í flug. Ekki nauðsynlegt en mælum með að farþegar innriti sig í flug hafi þeir tök á því.
Wizzair: Innritun fyrir flug hjá Wizzair opnar 30 dögum fyrir brottför og lokar 3 klst fyrir áætlaðan brottfara tíma. ATH Wizzair rukkar farþega upp á flugvelli ef þeir eru ekki búnir að innrita sig á vef félagsins og er engar undantekningar eru gerðar á því hjá þeim. Þessi upphæð er i sirka 40 EUR á mann. Það er því mjög mikilvægt að vera búið að innrita sig í flug til að komast hjá þessum kostnaði. Farið er inn á þessa síðu til að innrita sig í flugið og valið er efst upp í hægra horni Check-in & bookings. 
Easy Jet: Innritun fyrir flug hjá Easy Jet opnar 30 dögum fyrir brottför og lokar 2 klst fyrir áætlaðan brottfara tíma. Farið er inn á þessa síðu og valið efst í horninu hægra megin check in. 
AirBaltic: Innritun fyrir flug hjá AirBaltic 36 klst fyrir áætlaða brottför og lokar 3 klst fyrir áætlaða brottför. ATH AirBaltic rukkar farþega upp á flugvelli ef þeir eru ekki búnir að innrita sig á vef félagsins og eru engar undantekningar gerðar á því. Það er því mjög mikilvægt að að vera búið að innrita sig fyrir flugið til að komast hjá þessum kostnaði. Farið er inn á þessa síðu til að innrita sig í flugið og vinstra megin á síðunni er valið Check-in
 
 
Mun flugáætlun standast? 
Brottfarar- og flugtímar eru ætíð áætlaðir og háðir breytingum vegna veðurs, af tæknilegum, eða öðrum óviðráðanlegum orsökum. Tango Travel ber hvorki ábyrgð né skaðabótaskyldu ef breytingar verða á flugi vegna þessa.  Tango Travel getur ekki borið ábyrgð á ófyrirsjáanlegum aðstæðum, sem ferðaskrifstofan fær engu um ráðið og hefði ekki getað komið í veg fyrir afleiðingar þeirra. 
 
Bólusetning ferðamanna  
Það er á ábyrgð farþega að tryggja að þeir hafi viðeigandi skjöl meðferðis og uppfylli kröfur áfangastaðarins varðandi komu til landsins sem ferðast er til.  
 
Forfallatrygging  
Tango Travel selur ekki forfallatryggingu. En við bendum viðskiptavinum á að kynna sér þær tryggingar sem eru á greiðslukortum eða í gegnum tryggingafélögin. 
 
Börn
Börn sem eru yngri en 2 ára fá ekki úthlutað sæti um borð í flugvélinni. 
 
Ferðagögn  
Þegar að bókun hefur verið gerð fær viðskiptavinur senda bókunarstaðfestingu á það netfang sem gefið var upp í bókuninni. Þetta eru fullgild ferðagögn sem notuð eru við innritun á flugi og við innritun á hóteli. 
 
Hverju þarf að framvísa við innritun í flugi ? 
Við innritun í flugi nægir að hafa bókunarnúmer og vegabréf, en gott er að hafa útprentaða bókun við höndina eða ferðagögn í símanum.
 
Hvað geri ég ef farangur skemmist eða týnist í flugi? 
Tango Travel ber ekki ábyrgð á skemmdum sem kunna að verða á farangri í flugi. Verði skemmdir á farangri í flugvél ber farþega að fá skriflega skýrslu hjá þjónustuaðila flugfélagsins á viðkomandi flugvelli. Flugfélagið greiðir farþega bætur fyrir skemmdan farangur samkvæmt alþjóðlegum reglum og skulu bæturnar sóttar þangað. Hafi farþegi ekki látið gera tjónaskýrslu er ekki hægt að fá farangur bættan. Tango Travel ber ekki ábyrgð á ef farangur tapast eða að hann berst farþega seint. 
 
Fæði á hótelum  
Hálft fæði - Half board er morgunverður og kvöldverður. Á mörgum hótelum er hægt að skipta út kvöldverð í staðinn fyrir hádegisverð. Engir drykkir eru innifaldir í hálfu fæði.  
Fullt fæði - Full board er morgunverður, hádegisverður og kvöldverður. Engir drykkir eru innifaldir í fullu fæði.  
Allt innifalið - All inclusive er morgunverður, hádegisverður og kvöldverður. Einnig er innifalið létt snarl yfir daginn sem er misjafnt eftir hótelum. Einnig eru innifaldir drykkir. Þetta eru innlendir drykkir og áfengir innlendir drykkir. Hafa ber í huga varðandi drykkina að listinn er ekki tæmandi yfir það sem er í boði. 
 
Fararstjórn 
Tango Travel er ekki með fararstjóra á sínum vegum.  
 
Vegabréf  
Íslenskir ríkisborgarar þurfa alltaf að hafa vegabréf meðferðis þegar ferðast er til og frá Íslandi þar sem vegabréf eru einu gildu íslensku ferðaskilríkin. Athugið að framlengd vegabréf teljast ekki lengur gild ferðaskilríki. Þeir sem hyggjast ferðast utan EES verða að hafa vegabréf sem gilda í a.m.k. 6 mánuði frá áætluðum ferðalokum. Rétt er að kynna sér hvaða kröfur er gerðar í þeim ríkjum sem heimsótt eru. Sjá nánari upplýsingar um vegabréf á vef utanríkisráðuneytisins. 
 
Vegabréfsáritun  
Rétt er að kynna sér tímanlega hvort vegabréfsáritunar / landgönguleyfis (e. Visa) sé krafist í því landi sem heimsækja á. Almennt þurfa íslenskir ríkisborgarar vegabréfsáritun en frá því gilda þó margar undantekningar samanber það sem gildir um ferðalög til aðildarríkja Schengen. Athugið einnig hvað Schengen vegabréfsáritun varðar að hafa fleiri en „ single-entry" áritun ef til stendur að ferðast á milli landa sem eru utan Schengen svæðisins á meðan dvöl stendur. Sjá nánari upplýsingar um vegabréfsáritanir á vef utanríkisráðuneytisins.