Hvernig bóka ég ferð?
Það er best og einfaldast að bóka ferðina á vefnum okkar. Einnig er hægt að senda okkur póst á tango@tango.travel eða senda okkur fyrirspurn á Facebook eða í gegnum spjallið á vefnum hjá okkur.
Hvernig get ég greitt fyrir ferðina?
Hægt er að greiða ferðina með debet og kreditkorti. Hægt er að skipta greiðslum á kreditkorti þegar bókun er gerð. Einnig er hægt að greiða með Netgíró og Pei. Þeir viðskiptavinir sem nota Netgiró eða Pei geta skipt greiðslum eftir að bókun hefur verið gerð á mínum síðum" hjá viðkomandi fyrirtæki.
Hvernig bóka ég sæti ?
Þegar ferð er bókuð á vefnum er misjafnt eftir flugfélögum hvort boðið sé upp á að bóka sæti. Verð sætisbókana er misjafnt eftir flugfélagi. Hægt að senda póst á tango@tango.travel til að bóka sæti ef ekki var hægt að ganga frá sætisbókun í bókunarferli á vefnum. Í öllum tilfellum er greitt fyrir sætisbókanir.
Hvernig bóka ég tösku eða aukafarangur?
Farangur er ekki innifalinn í pakkaferðum Tango Travel. Þegar ferð er bókuð á vefnum er sá möguleiki í boði að kaupa tösku eða aukafarangur. Einnig er hægt að senda póst á tango@tango.travel til bæta við farangri. Í öllum tilfellum er greitt fyrir töskur og aukafarangur.
Mun flugáætlun standast?
Brottfarar- og flugtímar eru ætíð áætlaðir og háðir breytingum vegna veðurs, af tæknilegum, eða öðrum óviðráðanlegum orsökum. Tango Travel ber hvorki ábyrgð né skaðabótaskyldu ef breytingar verða á flugi vegna þessa. Tango Travel getur ekki borið ábyrgð á ófyrirsjáanlegum aðstæðum, sem ferðaskrifstofan fær engu um ráðið og hefði ekki getað komið í veg fyrir afleiðingar þeirra.
Bólusetning ferðamanna
Það er á ábyrgð farþega að tryggja að þeir hafi viðeigandi skjöl meðferðis og uppfylli kröfur áfangastaðarins varðandi komu til landsins sem ferðast er til.
Forfallatrygging
Tango Travel selur ekki forfallatryggingu. En við bendum viðskiptavinum á að kynna sér þær tryggingar sem eru á greiðslukortum eða í gegnum tryggingafélögin.
Ferðagögn
Þegar að bókun hefur verið gerð fær viðskiptavinur senda bókunarstaðfestingu á það netfang sem gefið var upp í bókuninni. Þetta eru fullgild ferðagögn sem notuð eru við innritun á flugi og við innritun á hóteli.
Hverju þarf að framvísa við innritun í flugi ?
Við innritun í flugi nægir að hafa bókunarnúmer og vegabréf, en gott er að hafa útprentaða bókun við höndina.
Hvað geri ég ef farangur skemmist eða týnist í flugi?
Tango Travel ber ekki ábyrgð á skemmdum sem kunna að verða á farangri í flugi. Verði skemmdir á farangri í flugvél ber farþega að fá skriflega skýrslu hjá þjónustuaðila flugfélagsins á viðkomandi flugvelli. Flugfélagið greiðir farþega bætur fyrir skemmdan farangur samkvæmt alþjóðlegum reglum og skulu bæturnar sóttar þangað. Hafi farþegi ekki látið gera tjónaskýrslu er ekki hægt að fá farangur bættan. Tango Travel ber ekki ábyrgð á ef farangur tapast eða að hann berst farþega seint.
Fæði á hótelum
Hálft fæði - Half board er morgunverður og kvöldverður. Á mörgum hótelum er hægt að skipta út kvöldverð í staðinn fyrir hádegisverð. Engir drykkir eru innifaldir í hálfu fæði.
Fullt fæði - Full board er morgunverður, hádegisverður og kvöldverður. Engir drykkir eru innifaldir í fullu fæði.
Allt innifalið - All inclusive er morgunverður, hádegisverður og kvöldverður. Einnig er innifalið létt snarl yfir daginn sem er misjafnt eftir hótelum. Einnig eru innifaldir drykkir. Þetta eru innlendir drykkir og áfengir innlendir drykkir. Hafa ber í huga varðandi drykkina að listinn er ekki tæmandi yfir það sem er í boði.
Fararstjórn
Tango Travel er ekki með fararstjóra á sínum vegum.
Vegabréf
Íslenskir ríkisborgarar þurfa alltaf að hafa vegabréf meðferðis þegar ferðast er til og frá Íslandi þar sem vegabréf eru einu gildu íslensku ferðaskilríkin. Athugið að framlengd vegabréf teljast ekki lengur gild ferðaskilríki. Þeir sem hyggjast ferðast utan EES verða að hafa vegabréf sem gilda í a.m.k. 6 mánuði frá áætluðum ferðalokum. Rétt er að kynna sér hvaða kröfur er gerðar í þeim ríkjum sem heimsótt eru. Sjá nánari upplýsingar um vegabréf á vef utanríkisráðuneytisins.
Vegabréfsáritun
Rétt er að kynna sér tímanlega hvort vegabréfsáritunar / landgönguleyfis (e. Visa) sé krafist í því landi sem heimsækja á. Almennt þurfa íslenskir ríkisborgarar vegabréfsáritun en frá því gilda þó margar undantekningar samanber það sem gildir um ferðalög til aðildarríkja Schengen. Athugið einnig hvað Schengen vegabréfsáritun varðar að hafa fleiri en „ single-entry" áritun ef til stendur að ferðast á milli landa sem eru utan Schengen svæðisins á meðan dvöl stendur. Sjá nánari upplýsingar um vegabréfsáritanir á vef utanríkisráðuneytisins.