Mallorca
, Alcudia

Zafiro Bahia

Yfirlit
Zafiro Bahia er mjög gott 4 stjörnu hótel staðsett í Playa de Muro sem er næsta vík við fjölskyldubæinn Alcudia. Hótelgarðurinn er stór og þar eru 6 sundlaugar, bæði sundlaugar  sem er aðeins fyrir fullorðna og svo er sannkölluð vatnaparadís fyrir börnin. Sjóræningjaskip, með litlum vatnsrennibrautum og skemmtilegu buslusvæði. Stór og flottur leikvöllur er fyrir börnin og minigolf. Yfir daginn er fjölbreytt dagskrá í boði fyrir alla fjölskylduna og krakkaklúbbur fyrir börnin. Á kvöldin tekur við mindiskó og fjölskylduskemmtun. Val er að bóka aðeins gistingu eða með morgunverð, hálf fæði eða allt innifalið.  

Staðsetning

Hótellýsing

Glæsileg heilsulind er á hótelinu, innilaug, sauna, hvíldaraðstaða og hægt að bóka nudd og snyrtimeðferðir. Líkamsræktaraðstaða er á hótelinu og hjólaleiga. Tveir veitingastaðir eru á hótelin sem og tveir barir. Íbúðirnar eru með eins svefnherbergi og þar geta mest verið 3 fullorðnir og 1 barn eða 2 fullorðnir og 2 börn. Íbúðirnar eru mjög huggulegar og rúmgóðar allar með loftkælingu og svölum. Í stofu er svefnsófi, sjónvarp, borð og stólar, eldhúskrókur með ísskáp, helluborði, örbylgjuofni og borðbúnaði. Svefnherbergið er rúmgott og falleg innréttað, baðherbergi með sturtu. Þetta er glæsileg íbúðagisting frábært fyrir fjölskyldur.  
 
Frá flugvellinum í Alcudia eru 60 km.  

 

Bóka