Mallorca
, Alcudia

BQ Alcudia Sun Village

Yfirlit
BQ Alcudia Sun Village er gott 3 stjörnu hótel í Alcudia sem er hentar vel fyrir fjölskyldur.  
Við hliðina á hótelinu er supermarkaður og það tekur um 10-15 mínútur að ganga niður að ströndinni. Garður hótelsins er stór með 3 sundlaugum og ein af þeim er með skemmtilegu leiksvæði, sjóræningjaskipi, litlum vatnsrennibrautum og buslusvæði. Á daginn eru mikið um að vera í garðinum og fjölbreytt afþreying í boði og krakkaklúbbur.  

Staðsetning

Hótellýsing

Yfir sumartímann þá er skemmtun í garðinum á kvöldin 3-4 sinnum í viku. Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður og 2 barir. Í boði eru íbúðir með einu svefnherbergi og tvíbýli. Tvíbýlin eru frekar lítil og þar geta mest 2 gist. Íbúðirnar eru fyrir allt að 2 fullorðna og 2 börn. Svefnsófi í stofu og lítil borð og eldhúskrókur með borðbúnaði. Örbylgjuofn, helluborð, kaffivél og ísskápur. Loftkæling er á öllum herbergjum og íbúðum sem og svalir. Þetta er góð 3 stjörnu gisting þar sem fjölbreytt afþreying er í boði allan daginn.  
 
Frá flugvellinum í Palma til Alcudia eru 60 km.   
Bóka