Viva Blue & Spa er sannkallað fjölskylduhótel staðsett aðeins 350 metrum frá ströndinni í Playa de Muro sem er næsti bær við Alcudia. Garður hótelsins er stór og þar eru 5 sundlaugar. Barnaleiksvæðið er frábært en þar eru sjóræningjaskip og litlar vatnsrennibrautir og buslusvæði. Ein sundlaug er bara fyrir fullorðna. Á daginn er krakkaklúbbur fyrir börnin og mjög flott leiksvæði er fyrir börnin í garðinum. Supermarkaður er hótelinu og þvottavélar sem gestir hótelsins hafa aðgang að þeim að kostnaðarlausu. Hjólaleiga og hjólaverslun er einni á hótelinu. Val eru um að bóka aðeins gistingu eða með morgunverð, hálfu fæði eða allt innifalið.
Myndasafn
Bóka
Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Á daginn er fjölbreytt dagskrá í boði fyrir alla fjölskylduna og á kvöldin er minidisko og skemmtidagskrá. Heilsulind er á hótelinu sem er mjög hugguleg. Þar er innisundlaug, nuddpottar, sauna og slökunaraðstaða.
Á hótelinu eru bæði tvíbýli og íbúðir. Einnig er hægt að bóka íbúðir með garði eða lítilli einkasundlaug.
Íbúðirnar erum mjög huggulegar og snyrtilegar en ekki mjög stórar. Þetta eru íbúðir með einu svefnherbergi þar sem að mest geta verið 3 fullorðnir og 1 barn eða 2 fullorðnir og 2 börn. Á öllum íbúðum eru svalir, loftkæling, öryggishólf, sími og sjónvarp. Í stofu er borð, stólar og lítill eldhúskrókur. Ísskápur, örbylgjuofn. Helluborð, kaffivél, ristavél og borðbúnar eru á öllum íbúðum. Baðherbergin eru með sturtu.