Alcudia Garden Aparthotel er mjög góð 3 stjörnu gisting í Alcudia staðsett örstutt frá smábátahöfninni. Fyrir utan hótelið er supermarkaður og veitingastaðir. Í garði hótelsins eru 3 sundlaugar og ein af þeim er lítil barnalaug. Leiktæki og krakkaklúbbur í boði fyrir börnin. Á kvöldin er minidisko og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Íbúðirnar eru allar mjög snyrtilega og hafa þær allar verið endurnýjaðar. Val um að bóka aðeins íbúð eða með morgunverð, hálfu fæði eða allt innifalið.
Myndasafn
Bóka
Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Íbúðirnar eru allar mjög snyrtilega og hafa þær allar verið endurnýjaðar. Innréttaðar í ljósum litum og eru bjartar. Í boði eru íbúðir með einu svefnherbergi og premium íbúðir. Premium íbúðir eru allar með litlum garði/verönd. Á öllum íbúðum er borð, stólar og lítið eldhús. Helluborð, ísskápur, örbylgjuofn og kaffivél. Loftkæling og svalir eða verönd er á öllum íbúðum. Baðherbergi eru snyrtileg með sturtu.
Frábært hótel sem hentar vel fyrir fjölskyldur á góðum stað í Alcudia. Frá flugvellinum í Palma til Alcudia eru 60 km.