Mallorca
, Alcudia

Viva Eden Lago

Yfirlit
Viva Eden Lago er gott íbúða hótel sem er í Alcudia staðsett 350 metrum frá ströndinni. Í næsta nágrenni er supermarkaður, veitingastaðir og verslanir. Garður hótelsins er frekar lítill en þar er ein sundlaug og lítil barnalaug. Krakkaklúbbur er hótelinu og þar er mjög stórt og flott leiksvæði fyrir börnin. Á kvöldin er svo fjölbreytt skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. Tveir barir eru á hótelinu og hlaðborðsveitingastaður. Hægt er að bóka aðeins íbúð eða með morgunverð, hálfu fæði eða allt innifalið.

Staðsetning

Hótellýsing

Val eru um að boka stúdíó eða íbúð með einu svefnherbergi. Íbúðirnar og stúdíóin eru öll mjög hugguleg og hafa nýlega öll verð endurnýjuð. Í stúdío geta mest verið 2 fullorðnir og 1 barn. Í íbúðum með einu svefnherbergi er mest hægt að vera 3 fullorðnir og 1 barn eða 2 fullorðnir og 2 börn. Á öllum íbúðum eru svalir, loftkæling, öryggishólf, sími og sjónvarp. Í stofu er borð, stólar og lítill eldhúskrókur. Ísskápur, örbylgjuofn. Helluborð, kaffivél, ristavél og borðbúnar eru á öllum íbúðum. Baðherbergin eru með sturtu. 
 
Mjög gott hótel og vel staðestt í fjölskylduvæna bænum Alcudia.  
Frá flugvellinum í Palma eru 60 km. 
Bóka