The Views Baía - Adults Only er gott 4 stjörnu hótel sem er aðeins fyrir fullorðna og hentar því vel fyrir pör. Hótelið er staðsett í hæðum São João og er í um 15 mínútna göngufjarlægð frá sjávarsíðunni. Garður hótelsins hefur góða sólbaðsaðstöðu, 1 úti sundlaug og 1 inni sundlaug. Líkamsrækt og heilsulind þar sem hægt er að fara í ýmsar snyrti og slökunar meðferðir gegn gjaldi. Tennisvöllur og leikjaherbergi. Á virkum dögum er aksturs þjónusta frá hótelinu til Funchal nokkrum sinnum á dag, nánari upplýsingar um tímatöflu er í móttöku hótelsins. Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, veitingastaður, bar og sundlaugarbar.
Myndasafn
Bóka
Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
The Views Baía - Adults Only er gott 4 stjörnu hótel sem er aðeins fyrir fullorðna og hentar því vel fyrir pör. Hótelið er staðsett í hæðum São João og er í um 15 mínútna göngufjarlægð frá sjávarsíðunni. Garður hótelsins hefur góða sólbaðsaðstöðu, 1 úti sundlaug og 1 inni sundlaug. Líkamsrækt og heilsulind þar sem hægt er að fara í ýmsar snyrti og slökunar meðferðir gegn gjaldi. Tennisvöllur og leikjaherbergi. Á virkum dögum er aksturs þjónusta frá hótelinu til Funchal nokkrum sinnum á dag, nánari upplýsingar um tímatöflu er í móttöku hótelsins. Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, veitingastaður, bar og sundlaugarbar. Í boði eru tvíbýli, tvíbýli með sjávarsýn, superior herbergi með sjávarsýn og stúdíó íbúð. Í öllum gistivalmöguleikum eru svalir. Sjónvarp, sími, minibar (gegn gjaldi) og hárþurrka. Loftkæling, þráðlaust net og öryggishólf (gegn gjaldi). Í stúdíó íbúðinni er einnig lítið eldhús, ísskápur, örbylgjuofn og borðbúnaður. Þetta er góð 4 stjörnu gisting í hæðum São João en staðurinn dregur nafn sitt af São João virkinu sem byggt var á 15 öld. Fallegt útsýni yfir Funchal flóann og nágrenni. Frá flugvellinum í Madeira til The Views Baía er um 22 km.