Turim Santa Maria Hotel er gott 4 stjörnu hótel sem hentar vel fyrir pör. Um 5 mínútna gangur er í næsta supermarkað og er um 15 mínútna gangur á næstu baðströnd. Ekki er garður á hótelinu en á þaki hótelsins er sundlaug og sólbaðsaðstaða með fallegu útsýni yfir Funchal og til sjávar. Á hótelinu er morgunverðarhlaðborð, veitingastaður, snarlbar og bar.
Myndasafn
Bóka
Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Turim Santa Maria Hotel er gott 4 stjörnu hótel sem hentar vel fyrir pör. Um 5 mínútna gangur er í næsta supermarkað og er um 15 mínútna gangur á næstu baðströnd. Ekki er garður á hótelinu en á þaki hótelsins er sundlaug og sólbaðsaðstaða með fallegu útsýni yfir Funchal og til sjávar.
Á hótelinu er morgunverðarhlaðborð, veitingastaður, snarlbar og bar.
Í boði eru Superior tvíbýli, Deluxe tvíbýli og svíta. Einnig er hægt að kaupa hliðarsjávarsýn og sjávarsýn. Athugið að það eru ekki svalir í öllum herbergjum. Í öllum herbergjum eru sjónvarp, sími, hárþurrka, ketill og minibar. Loftkæling, þráðlaust net og öryggishólf.
Þetta er góð 4 stjörnu gisting vel staðsett í miðbæ Funchal þar sem hægt er að ganga að mörgum áhugaverðum stöðum eins og Rua de Santa Maria, Mercado dos Lavradores (Farmers Market), smábátahöfninni og Funchal cable car (kláfferja). Miðbær Funchal er iðandi af mannlífi, fjölbreyttir veitingastaðir og verslanir svo engum ætti að leiðast í Funchal.
Frá flugvellinum í Madeira til Turim Santa Maria Hotel er um 19 km.