Madeira
, Funchal

Pestana Vila Lido Madeira

Yfirlit
Pestana Vila Lido Madeira er gott 5 stjörnu hótel sem hentar vel fyrir pör. Supermarkaður er við hliðiná hótelinu og er hótelið staðsett við sjóinn þ.e með beinum aðgangi út í sjó.
Hægt er að ganga með sjávarsíðunni að Formosa baðströndinni en það er um 35 mínútna gangur. 
Garður hótelsins er ekki stór en með aðgengi út í sjó, 1 sundlaug og sólbaðsaðstaða. Ýmis afþreying er á hótelinu, leikjaherbergi, borðtennis, líkamsrækt (utan dyra), sána, tyrkneskt bað, nuddaðstaða (gegn gjaldi), bókasafn og lifandi tónlist. Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, veitingastaður, sundlaugarbar og bar. 
 

Staðsetning

Hótellýsing

Pestana Vila Lido Madeira er gott 5 stjörnu hótel sem hentar vel fyrir pör. Supermarkaður er við hliðiná hótelinu og er hótelið staðsett við sjóinn þ.e með beinum aðgangi út í sjó. Hægt er að ganga með sjávarsíðunni að Formosa baðströndinni en það er um 35 mínútna gangur. 
Garður hótelsins er ekki stór en með aðgengi út í sjó, 1 sundlaug og sólbaðsaðstaða. Ýmis afþreying er á hótelinu, leikjaherbergi, borðtennis, líkamsrækt (utan dyra), sána, tyrkneskt bað, nuddaðstaða (gegn gjaldi), bókasafn og lifandi tónlist.
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, veitingastaður, sundlaugarbar og bar. 
Í boði eru Superior herbergi, Superiror svíta og Duplex svíta. Í öllum herbergjum eru svalir, sjónvarp, sími, skrifborð, svefnsófi og minibar. Hárþurrka, sloppur og inniskór. 
Loftkæling, þráðlaust net og öryggishólf. 
Þetta er góð 5 stjörnu gisting sem státar af útsýni yfir kletta Funchal strandlengjunnar. 
Um 10 mínútna akstur er í miðbæ Funchal sem er iðandi af lífi, fjölbreyttir veitingastaðir og verslanir.
Frá flugvellinum í Madeira til Pestana Vila Lido Madeira er um 23 km.
Bóka