Spánn
, Costa del Sol
, Estepona

Senatur Banus Spa - Adults Only

Yfirlit

Senatur Banús Spa Hotel er gott 5 stjörnu hótel sem staðsett er í Estepona sem er í klukkustundar fjarlægð frá flugvellinum í Malaga. Þetta hótel er aðeins fyrir fullorðna 18 ára og eldri. Í gróðursælum og fallegum garðinum eru tvær sundlaugar með góðri sólbaðsaðstöðu, sólbekkjum og sólhlífum. Fjölbreytt afþreying er í boði yfir daginn.  

Staðsetning

Hótellýsing

Heilsulind hótelsins Senatur Banús Spa er ein besta og glæsilegasta heilsulind á Costa del Sol svæðinu. Þetta er 700 fm Spa með innilaug, pottum, sauna, gufubaði, hvíldaraðstöðu og hægt er að bóka sig í nudd eða aðrar snyrtimeðferðir.  

Á hótelinu eru tveir veitingastaðir, hlaðborðsveitingasalur sem býður upp á Miðjarðarhafs rétti og alþjóðlega matargerð í sal með stórum gluggum og útsýni yfir sundlaugina. 
Einnig er A la Carte veitingastaður á hótelinu, sundlaugarbar, píanóbar á verönd sem býður upp á fjölbreyttan úrval vína og kokteila.  
Herbergin eru rúmgóð, björt og með svölum eða verönd. Stór rúm er á herbergjum, parket gólf, loftkæling, öryggishólf, sjónvarp, sími, minibar (aukagjald) og net.  Baðherbergin eru baðkari og sturtu, hárþurrku og snyrtivörum. Greitt er aukalega fyrir herbergi með sjávarútsýni. 
 
  
Bóka