Madeira
, Funchal

NEXT

Yfirlit
Next hotel er gott 4 stjörnu hótel sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Hótelið stendur við sjóinn og er aðeins um 4 mínútna gangur í næsta supermarkað. Garður hótelsins hefur góða sólbaðsaðstöðu og sundlaug. Einnig er sundlaug og sólbaðsaðstaða á þaki hótelsins sem er aðeins fyrir fullorðna. Líkamsrækt og heilsulind þar sem hægt er að fara í ýmsar slökunarmeðferðir gegn gjaldi. Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, bar, sundlaugarbar og bar á sundlaugarsvæði á þaki hótelsins.

Staðsetning

Hótellýsing

Next hotel er gott 4 stjörnu hótel sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Hótelið stendur við sjóinn og er aðeins um 4 mínútna gangur í næsta supermarkað. Garður hótelsins hefur góða sólbaðsaðstöðu og sundlaug. Einnig er sundlaug og sólbaðsaðstaða á þaki hótelsins sem er aðeins fyrir fullorðna. Líkamsrækt og heilsulind þar sem hægt er að fara í ýmsar slökunarmeðferðir gegn gjaldi. Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, bar, sundlaugarbar og bar á sundlaugarsvæði á þaki hótelsins. Í boði eru tvíbýli, junior svíta, stúdíó íbúð og íbúð með einu svefnherbergi. Í öllum gistivalmöguleikum eru svalir. Sjónvarp, minibar, skrifborð, loftkæling, þráðlaus net og öryggishólf (gegn gjaldi). Í junior svítu, stúdíói og íbúð með einu svefnherbergi er einnig svefnsófi. Í stúdíó og íbúð með einu svefnherbergi er lítið eldhús með borðbúnaði. Athugið að íbúðir með einu svefnherbergi eru staðsettar þar sem þarf að ganga upp tröppur í íbúðina. Þetta er vel staðsett og nútímaleg 4 stjörnu gisting staðsett í um 5 mínútna gögngufjarlægð frá miðbænum. Frá flugvellinum í Madeira til Next Hotel er um 22 km.
Bóka