Myndasafn
- Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Luna Clube Oceano er gott einfalt 3 stjörnu íbúðahótel sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Um 5 mínútna gangur er á ströndina Praia de Albufeira og 2 mínútur í næsta supermarkað.
Garður hótelsins hefur ágæta sólbaðsaðstöðu, 1 sundlaug, 1 vaðlaug og líkamsrækt.
Í boði eru stúdíó íbúðir, íbúðir með 1 svefnherbergi og íbúðir með 2 svefnherbergjum.
Í öllum íbúðum eru svalir. Sjónvarp, sími og hárþurrka. Eldhús, ísskápur, kaffivél og borðbúnaður. Loftkæling, þráðlaust net og öryggishólf (gegn gjaldi).
Þetta er látlaus 3 stjörnu gisting vel staðsett rétt við sjávarsíðuna og mitt á milli The Strip sem er þekkt fyrir líflegt næturlíf með fjölmörgum börum og klúbbum og gamla bæjarins í Albufeira sem er heillandi og líflegt svæði með fjölda verslana, veitingastaðir og barir. Adventure minigolf völlurinn er í 600 metra fjarlægð frá hótelinu svo það er fjölbreytt afþreying fyrir bæði börn og fullorðna í næsta nágrenni. Frá flugvellinum í Faro til Luna Clube Oceano er um 40 km.