Myndasafn
- Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Rocamar Exclusive Hotel & Spa- adults only er gott 4 stjörnu hótel í Albufeira aðeins fyrir fullorðna.
Hótelið stendur við Pescadores ströndina og er um 4 mínútna gangur í næsta supermarkað. Það er ekki garður á hótelinu en það er lítil sundlaug með víðáttumiklu útsýni yfir Atlantshafið og sólbaðsaðstöðu á þaki hótelsins. Líkamsrækt og spa er á hótelinu, hægt er að panta nudd og snyrtimeðferðir gegn gjaldi.
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður og bar.
Í boði eru Promo herbergi, tvíbýli (view terra), tvíbýli með sjávarsýn, superior herbergi og superior herbergi með sjávarsýn. Í öllum gistivalmöguleikum nema Promo herbergi eru svalir eða verönd.
Sjónvarp, sími, minibar og hárþurrka. Loftkæling, þráðlaust net og öryggishólf (gegn gjaldi).
Þetta er góð 4 stjörnu gisting vel staðsett í hjarta Albufeira. Um 10 mínútna gangur er í gamla bæinn, fjölbreyttir veitingastaðir, barir og verslanir í næsta nágrenni. Frá flugvellinum í Faro til Rocamar Exclusive Hotel & Spa er um 40 km.