Myndasafn
- Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Hotel Apartamento Brisa Sol er gott 4 stjörnu hótel í Albufeira sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Um 10 mínútna gangur er á næstu baðströnd og er 150 metrar í næsta supermarkað.
Garður hótelsins hefur góða sólbaðsaðstöðu, stóra sundlaug og vaðlaug, einnig er innilaug fyrir börn. Líkamsrækt (gegn gjaldi) og tennisvöllur (gegn gjaldi). Leikherbergi innan dyra þar sem m.a er hægt að fara í mini golf.
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, bar og snarlbar.
Í boði eru tvíbýli, stúdíó íbúðir og íbúðir með 1 svefnherbergi. Athugið að í íbúðum eru svalir eða verönd en ekki í tvíbýlum. Til að komast að íbúðum gæti þurft að ganga upp tröppur.
Í öllum gistivalmöguleikum er sjónvarp, sími, hárþurrka, þráðlaust net, loftkæling og öryggishólf (gegn gjaldi). Í íbúðum er lítið eldhús, ísskápur, örbylgjuofn og borðbúnaður.
Þetta er góð vel staðsett 4 stjörnu gisting staðsett aðeins 10 mínútna göngufjarlægð frá strandlengjunni og 15 mínútna göngufjarlægð frá torginu í gamla bænum. Iðandi líf, veitingastaðir og verslanir í næsta nágrenni.
Frá flugvellinum í Faro til Hotel Apartamento Brisa Sol er um 40 km.