Myndasafn
- Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Hotel California Urban Beach er gott 4 stjörnu hótel í Albufeira sem er aðeins fyrir fullorðna.
Um 5 mínútna gangur er á næstu baðströnd og 5 mínútur í næsta supermarkað. Það er ekki garður á hótelinu en á þaki hótelsins er sólbaðsaðstaða, sundlaug og sundlaugarbar. Líkamsrækt er utandyra og heilsulind þar sem hægt er að fara í snyrtimeðferðir og nudd (gegn gjaldi).
Á hótelinu er veitingastaður, snarlbar og bar.
Í boði eru tvíbýli S, tvíbýli M, tvíbýli L og tvíbýli með sundlaugarsýn og svölum. Í öllum herbergjum er sjónvarp, sími og hárþurrka. Þráðlaust net, loftkæling og öryggishólf.
Þetta er góð 4 stjörnu gisting vel staðsett í hjarta Albufeira rétt við ströndina. Fjölbreyttir veitingastaðir, barir og verslanir í næsta nágrenni. Frá flugvellinum í Faro til Hotel California Urban Beach er um 42 km.