Fuerteventura
, Corralejo

Labranda Corralejo Village

Yfirlit
Labranda Corralejo Village er gott 4 stjörnu hótel á Corralejo svæðinu sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Supermarkaður er í um 3 mínútna göngufjarlægð og er um 8 mínútna gangur í næstu baðströnd. Garður hótelsins hefur góða sólbaðsaðstöðu, 1 sundlaug og 1 barnalaug.  
Ýmis afþreying er á hótelinu. Krakkaklúbbur, leikvöllur fyrir börn, strandblak, borðtennis, píla, líkamsrækt og heilsulind (gegn gjaldi).  
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, sundlaugarbar og bar.  
Í boði eru tvíbýli (2 gestir) og deluxe tvíbýli (3 gestir eða 2 full. og 2 börn). Í öllum herbergjum eru svalir eða verönd. Sjónvarp, minibar, hárþurrka, loftkæling, þráðlaust net og öryggishólf (gegn gjaldi).

Staðsetning

Hótellýsing

Í boði eru tvíbýli (2 gestir) og deluxe tvíbýli (3 gestir eða 2 full. og 2 börn). Í öllum herbergjum eru svalir eða verönd. Sjónvarp, minibar, hárþurrka, loftkæling, þráðlaust net og öryggishólf (gegn gjaldi).  
Í deluxe herberginu er einnig svefnsófi.  
Þetta er 4 stjörnu gisting staðsett miðsvæðis í aðeins 100 metra fjarlægð frá hjarta Corralejo, í göngufæri frá ýmsum veitingastöðum, börum og verslunarsvæðum sem veitir gestum möguleika á að njóta alls þess sem svæðið hefur upp á að bjóða. Dunes Natural Park er í 1,5 km fjarlægð frá hótelinu.  
 
Frá flugvellinum í Fuerteventura er um 37 km á Labranda Corralejo Village. 
Bóka