Mallorca
, Alcudia

Innside By Melia Alcudia

Yfirlit
Innside by Melia Alcudia er frábært 4 stjörnu hótel hvort sem er fyrir fjölskyldur eða pör. Það er mjög vel staðsett í Alucdia örstutt frá ströndinni, fyrir utan hótelið er supermarkaður og fjöldi veitingastaða. Barnaklúbbur er á hótelinu í boði yfir daginn og kvöldskemmtun fyrir alla fjölskylduna.  

Staðsetning

Hótellýsing

Í garði hótelsins eru tvær sundlaugar og er önnur þeirra barnalaug. Yfir daginn er krakkaklúbbur og ýmis önnur afþreying í boði fyrir alla fjölskylduna. Á kvöldin er síðan skemmtidagskrá og minidisko. Sundlaugagarðurinn er notalegur með sólbekkjum, tvíbreiðum sólbekkjum og sólhlífum og sundlaugabar. Líkamsræktaraðstaða og spinning er í boði fyrir gesti hótelsins. Hægt er að bóka herbergi með morgunverð eða hálfu fæði. Tveir veitingastaðir eru á hótelinu, hlaðborð og A la carte. Herbergin sem og hótelið hefur allt verið endurnýjað. Standarhderbergin eru fyrir 2 fullorðna 30 fm  en Loft herbergin eru fyrir allt að 2 fullorðna og 2 börn 45 fm. Á öllum herbergjum eru svalir, loftkæling, öryggsihólf, sjónvarp, kaffivél og lítill ísskápur. Baðherbergin eru með sturtu, hárþurku og snyrtivörum.  
 
Mjög gott hótel í alla staði og vel staðestt í fjölskylduvæna bænum Alcudia.  
Bóka