Spánn
, Mallorca

Innside By Melia Alcudia

Frá105.900 ISK
Yfirlit
Innside by Melia Alcudia er góð 4 stjörnu gisting staðsett aðeins 300 metrum frá ströndinni í Alcudia.  
Í garði hótelsins er sundlaug, barnalaug, góðir sólbekkir og snakkbar. Barnaklúbbur er á hótelinu í boði yfir daginn og kvöldskemmtun fyrir alla fjölskylduna.  

Staðsetning

Hótellýsing

Hægt er að leigja hjól á hótelinu og er þar einnig líkamsrækt. Tveir veitingastaðir eru hótelin, The Kitchen sem er hlaðborðsveitingastaður og svo Mascalzone þar sem hægt er að fá pizzur og pastarétti. Tveir barir eru hótelinu einn í garðinum og hinn í gestamóttöku. Herbergin eru snyrtileg og fallega innréttuð í ljósum litum. Á öllum herbergjum er loftkæling, svalir, sjónvarp, öryggishólf, kaffivél og minibar. Baðherbergi með sturtu, hárþurrku og snyrtivörum. Gott hótel þar sem örstutt er í veitingastaði og verslanir.  
Frá 105.900 ISK
Bóka