Myndasafn
- Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Hotel Sol e mar - Adults only er gott 4 stjörnu hótel í Albufeira aðeins fyrir fullorðna.
Hótelið stendur við Praia do Túnel baðströndina og er um 2 mínútna ganga í næsta supermarkað. Ekki er garður á hótelinu en þar sem ströndin er beint við hótelið er tilvalið að leggjast þar á bekk og láta líða úr sér. Inni sundlaug, lifandi tónlist, kvöld dagskrá og reiðhjólaleiga er á staðnum.
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, veitingastaður og 2 barir.
Í boði eru tvíbýli og þríbýli. Í öllum herbergjum eru svalir eða verönd og sjávarsýn. Sjónvarp, sími, hárþurrka og minibar. Loftkæling, þráðlaust net og öryggishólf.
Þetta er góð 4 stjörnu gisting í hjarta Albufeira þar sem vel er hægt að slaka á með sjávarniðin öðru megin við hótelið en aðdráttarafl borgarinnar hinum megin þar sem fjölmargar verslanir, veitingastaðir og bari er að finna ásamt fjölbreyttri afþreyingu. Frá flugvellinum í Faro til Hotel Sol e mar er um 40 km.