Mallorca
, Alcudia

Hotel Condesa

Yfirlit
Hotel Condesa er mjög gott hótel staðsett á ströndinni í Alcudia. Þetta er frábært hótel sem hentar bæði pörum eða fjölskyldum. Í garði hótelsins eru 3 sundlaugar og sannkölluð vatnaparadís fyrir börnin. Vatnsrennibrautir, leiktæki og buslulaug. Á Þaki hótelsins er sólbaðsaðstaða sem er aðeins fyrir fullorðna og á kvöldin er barinn opinn.  Krakkaklúbbur er í boði á daginn ásamt annari fjölbreyttri dagskrá fyrir alla fjölskylduna. 

Staðsetning

Hótellýsing

Í garðinum er snakkbar og veitingastaðurinn Happy Burger þar sem hægt er að fá sér snarl yfir daginn. Tveir aðrir veitingastaðir eru á Condesa einn A la Carte og einn hlaðborðsveitingastaður. Herbergin eru ágæt og í tvíbýli geta mest verið 2 fullorðnir og 1 barn. Einnig eru í boði junior svítur þar sem geta verið allt að 4 einstaklingar. Herbergi fyrir fjóra 2 fullorðna og 2 börn eru einnig í boði en þá er gist á svefnsófa og er herbergið frekar lítið. Á öllum herbergjum eru svalir, loftkæling, öryggishólf, minibar og sjónvarp. Baðherbergin eru ýmist með sturtu eða baðkari, hárþurrka og snyrtivörur. 
Þetta er mjög gott hótel, frábærlega staðsett með skemmtilega aðstöðu fyrir börnin í garðinum.  
Frá flugvellinum í Palma að hóteli eru 60 km. 
 
Bóka