Spánn
, Benalmádena
, Costa del Sol

Hotel Benalmádena Palace

Frá119.900 ISK
Yfirlit
Hotel Benamádena Palace er góð 4 stjörnu gisting staðsett á Benalmádena ströndinni. Aðeins 450 metrar er niður að ströndinni en þar eru fjöldi veitingastaða. Í garði hótelsins er stór sundlaug og lítil barnalaug. Yfir daginn er ýmis afþreying í boði fyrir börnin, krakkaklúbbur og leiktæki. Á kvöldin tekur síðan við skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna. 

Staðsetning

Hótellýsing

Á hótelinu er einnig líkamsræktaraðstaða og mjög huggulegt SPA en greitt er aukalega fyrir aðgang. Íbúðirnar eru snyrtilegar með einu svefnherbergi. Í stofu eru svefnsófi, eldunaraðstaða, borð og stólar. Stúdíó eru staðsett á efstu hæðum hótelsins undir súð og svalir á þaki hótelsins, ekkert útsýni en sól á svölum. Hægt er að bóka aðeins gistingu eða bæta við morgunverð, hálfu fæði eða allt innifalið. Þetta er gott og fjölskylduvænt hótel.  
Frá 119.900 ISK
Bóka