Spánn
, Benalmádena
, Costa del Sol

Hotel Benalmádena Palace

Yfirlit
Benalmadena Palace er mjög góð og fjölskylduvæn íbúðargisting staðsett í Benalmadena. Í sundlaugagarðinum eru stór sundlaug og barnalaug, leikvöllur fyrir börnin, sólbekkir með sólhlífum og sundlaugabar. Krakkaklúbbur er í boði yfir daginn og ýmis önnur skemmtileg dagskrá. Á kvöldin er svo minidisko og fjölskylduskemmtun. 

Staðsetning

Hótellýsing

Á hótelinu er mjög huggulegt spa með innisundlaug, nuddpottum, sauna og hvíldaraðstöðu. Líkamsrækt er einnig á hótelinu. Íbúðirnar og stúdíóin voru öll endurnýjuð 2020. Þetta eru mjög snyrtilegar íbúðir. Í stofunni er svefnsófi, sjónvarp, borð, stólar og eldhúskrókur. Ískápur, helluborð, kaffivél, brauðrist og borðbúnaður. Á öllum íbúðum eru svalir, loftkæling og öryggishólf. Baðherbergi eru ýmist með sturtu eða baði. Ath stúdíóin eru staðsett á efstu hæð hótelsins og eru þau að hluta til undir súð. Þau eru með svölum en ekki neinu útsýni. Greitt er aukalega fyrir íbúðir sem snúa út að sundlaugagarði. Hægt er að bóka aðeins íbúð eða með morgunverð, hálfu fæði eða allt innifalið. Þetta er alveg hreint mjög góð gisting. Hótelið er staðsett í um 10 mínútna göngufjarlægð niður að strönd þar sem veitingastaðir og önnur afþreying er í boði. Hótelið er í staðsett í brekku og hentar því ekki þeim sem eiga erfitt með gang. Hótelið er með rútu sem fer nokkrum sinnum niður á strönd yfir daginn í boði gestum að kostnaðar lausu.  
 
Frá flugvellinum í Malaga að hóteli eru 15 km.  
Bóka