Spánn
, Benalmádena
, Costa del Sol

Hotel Alay - Adults Only

Frá134.900 ISK
Yfirlit

Alay Hotel er mjög gott 4 stjörnu hótel sem er aðeins fyrir fullorðna. Hótelið er staðsett aðeins 50 metrum frá ströndinni og í göngufæri við Puerto Marina, smábátahöfnina í Benalmádena.  

Staðsetning

Hótellýsing

Í garði hótelsins eru þrjár sundlaugar, tveir nuddpottar, sólbekkir og snakkbar. Á ströndinni er Malapesquera Beach klúbburinn sem tilheyrir hótelinu og þar er hægt að leigja sólbekki fyrir þá sem vilja vera á ströndinni. Heilsulind er á hótelinu þar sem hægt er að fara í nudd og snyrtimeðferðir. Líkamsræktaraðstað er einnig á hótelinu. Veitingastaður hótelsins býður upp á mjög gott morgunverðar hlaðborð og á kvöldin eru þeir með spænska og alþjóðlega rétti. Á sundlaugarbarnum er hægt að fá salat, samlokur og drykki. Sport barinn er opinn síðdegis og fram á kvöld. Herbergin eru rúmgóð, björt og nútímalega innréttuð. Á öllum herbergjum eru svalir, loftkæling, þráðlaust net, sjónvarp, sími og kaffivél. Baðherbergi eru með baðkari, sturtu, hárþurrku og snyrtivörum.  

Frá 134.900 ISK
Bóka