Fuerteventura
, Corralejo

Dunas Club

Yfirlit
Dunas Club er gott 3 stjörnu íbúðarhótel í Corralejo sem hentar vel fyrir fjölskyldur. 
Aðeins eru um 5 mínútna gangur í næsta supermarkað frá hótelinu og um 800 metrar á næstu baðströnd.
Garður hótelsins er ekki stór, 1 stór upphituð sundlaug, grunn í annan endann fyrir börn og góð sólbaðsaðstaða. 
Í næsta nágrenni er hægt að finna fjölbreytta afþreyingu svo sem vatnasport, köfun, tennisvöll og fallegar gönguleiðir en hótelið stendur við sjávarsíðuna og er stutt göngufæri á höfnina og miðbæ Corralejo þar sem er að finna hinu ýmsu veitingastaði og bari. 
 

Staðsetning

Hótellýsing

Á hótelinu er veitingastaður, bar og snarlbar. Líkamsrækt er á hótelinu án gjalds.
Í boði eru stúdíó íbúðir og íbúðir með einu svefnherbergi. Allar íbúðir hafa svalir/verönd. Lítið eldhús, borðbúnað, lítinn ísskáp, brauðrist og örbylgjuofn. Sjónvarp, síma, hárblásara, viftu, öryggishólf (gegn gjaldi) og þráðlaust net. 
Þetta er vel staðsett 3 stjörnu gisting á Corralejo svæðinu þar sem fjölbreytt afþreying er í boði í næsta nágrenni bæði fyrir börn og fullorðna. 
Frá flugvellinum er um 40 km á Hotel Dunas Club - Hotel & Apartamentos.
 
Bóka