Króatía
, Split

Divota Apartment Hotel

Yfirlit
Divota Apartment hotel er gott 4 stjörnu hótel í Split.  
Studíó íbúðirnar og herbergin eru á 5 stöðum í gamla hluta Split, hverfið heitir Veli Varoš. Yoga og hugleiðslumiðstöð er á móti móttöku þar sem lyklar af gistieiningunum eru afhent.  
Studio íbúðirnar eru staðsettar í uppgerðum hefðbundnum steinhúsum, búnar nýjustu stöðlum en viðhalda samt anda og sjarma Miðjarðarhafsins.  
Athugið að studio íbúðirnar eru staðsettar innan göngusvæðis, fyrir þá sem leigja bíl eru almenningsstæði skammt frá.  

Staðsetning

Hótellýsing

Divota Apartment hotel er gott 4 stjörnu hótel í Split.  
Studíó íbúðirnar og herbergin eru á 5 stöðum í gamla hluta Split, hverfið heitir Veli Varoš. Yoga og hugleiðslumiðstöð er á móti móttöku þar sem lyklar af gistieiningunum eru afhent.  
Studio íbúðirnar eru staðsettar í uppgerðum hefðbundnum steinhúsum, búnar nýjustu stöðlum en viðhalda samt anda og sjarma Miðjarðarhafsins.  
Athugið að studio íbúðirnar eru staðsettar innan göngusvæðis, fyrir þá sem leigja bíl eru almenningsstæði skammt frá.  
Í boði eru Standard studio, Superior studio, Deluxe studio með verönd eða svölum. Superior herbergi, Deluxe herbergi og Comfort herbergi.  
Í öllum studíó íbúðum og herbergjum er sjónvarp, minibar, kaffivél, hárblásari, baðsloppur og inniskór. Loftkæling, þráðlaust net og öryggishólf.   
Þetta er vel staðsett nútímaleg 4 stjörnu gistivalmöguleiki í þessu gamla fallega varðveitta hverfi í Split.  
Um 10 mínútna gangur er á Diocletian’s Palace sem er á heimsminjaskrá UNESCO,  
Riva strandgöngusvæðið og miðbæinn sem iðar af mannlífi. Veitingastaðir, barir, söfn og verslanir eru í göngufæri. Vinsælt er að fara um á reiðhjóli og upplifa það sem þessi fallega borg hefur uppá að bjóða. Reiðhjólaleigur eru staðsettar á mörgum stöðum um borgina. 
Frá flugvellinum í Split eru 25 km á Divota Apartment hotel.
Bóka