Myndasafn
- Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Í boði eru tvíbýli (2 gestir), comfort tvíbýli (2 gestir), svíta (3 gestir) og comfort svíta (4 gestir). Hægt er að bóka herbergi með sjávarsýn gegn gjaldi. Öll tvíbýli hafa svalir en ekki allar svíturnar. Í öllum herbergjum er sjónvarp, minibar, hárþurrka, loftkæling, þráðlaust net og öryggishólf (gegn gjaldi).
Athugið að það er ekki lyfta á hótelinu.
Þetta er falleg, lítil og látlaus 3 stjörnu gisting sem stendur við sjávarsíðuna í Podstrana.
Aðeins 10 mínútna akstur er í miðbæ Split þar sem er að finna hinar ýmsu afþreyingar, veitingastaðir, söfn og verslanir. Vinsælt er að fara um á reiðhjóli og skoða það sem þessi fallega borg hefur uppá að bjóða. Reiðhjólaleigur eru staðsettar á mörgum stöðum um borgina.
Frá flugvellinum í Split eru 27 km á Hotel Sunce.