Króatía
, Split

The View Luxury Rooms

Yfirlit
The View Luxury Rooms er gott 4 stjörnu hótel í Split sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör.  
Aðeins 7 mínútna gangur er frá hótelinu á Bačvice ströndina.  
Fallegt útsýni er úr herbergjunum meðal annars bærinn, höfnin, göngusvæðið Riva, rústir hallarinnar Diocletian og dómkirkjan Sant Domnius. Fjallasýn eða sjávarsýn allt eftir staðsetningu herbergis en engin ætti að vera svikin af fallegu útsýni hvert sem litið er.  
Í boði eru Superior tvíbýli með sjávarsýn eða borgarsýn og Svíta með sjávarsýn eða borgarsýn. 

Staðsetning

Hótellýsing

Í öllum herbergjum er sjónvarp, minibar, hárþurrka, inniskór, loftkæling, þráðlaust net og öryggishólf. Í tvíbýlum er skrifborð en í svítunum er setusvæði og svefnsófi.  
Hægt er að bóka morgunverð gegn gjaldi.  
Þetta er vel staðsett 4 stjörnu gisting miðsvæðis í Split þar sem stutt er í lestar og aðalstrætó stöðina sem er í aðeins 7 mínútna göngufjarlægð frá hóteli. Hafnarsvæðið/smátahöfnin og miðbærinn í næsta nágrenni. Veitingastaðir, barir, söfn og verslanir eru í göngufæri. Vinsælt er að fara um á reiðhjóli og upplifa það sem þessi fallega borg hefur uppá að bjóða. Reiðhjólaleigur eru staðsettar á mörgum stöðum um borgina.   
Frá flugvellinum í Split eru 24 km á The View Luxury Rooms 
Bóka