Myndasafn
- Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Auramar Beach Resort er gott 3 stjörnu hótel í Albufeira sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör.
Um 5 mínútna gangur er á næstu baðströnd og er supermarkaður á hótelinu með helstu nauðsynjar.
Garður hótelsins hefur góða sólbaðsaðstöðu, 2 úti sundlaugar og 1 inni sundlaug. Skipulögð dagskrá er á daginn og kvöldin. Krakkaklúbbur, mini golf, borðtennis og tennisvöllur.
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, 2 barir og sundlaugarbar.
Í boði eru tvíbýli og superior tvíbýli. Í báðum herbergjatýpum eru svalir eða verönd. Sjónvarp, sími og minibar. Loftkæling, þráðlaust net og öryggishólf.
Þetta er góð 3 stjörnu gisting staðsett rétt við ströndina Praia dos Aveiros. Frá hótelinu er um 10 mínútna akstur í miðbæinn en hótelið býður upp á ferðir til og frá gamla bænum samkvæmt dagskrá hótelsins. Fyrir þá sem vilja njóta næturlífsins þá er um 20 mínútna ganga að „The Strip“ þar sem er fjöldi bara og klúbba. Frá flugvellinum í Faro til Auramar Beach Resort er um 38 km.