Ferðaskilmálar

Tango Travel er löggild netferðaskrifstofa með leyfi frá Ferðamálastofu nr 2022-003 og ber tryggingar gagnvart viðskiptavinum sínum eins og lög gera ráð um.  
 
Bókun ferðar  
Allar upplýsingar Tango Travel eru birtar á vefnum og er verð ferðar reiknað út í rauntíma hvert sinn sem viðskiptavinur leitar að ferð. Verð uppgefin á vef eru staðgreiðsluverð. Verð eru háð breytingum á gengi, hvaða fargjald er í boði á hverjum tíma og verði á herbergjum viðkomandi hótela.  Verð er staðfest þegar greiðsla hefur átt sér stað. 
Vefsíða Tango Travel er beintengd flugfélögum og hótelum og því geta uppgefin verð tekið breytingum fyrirvaralaust.  Bókun á ferð er bindandi samningur fyrir farþega og ferðaskrifstofu, en þó því aðeins að ferðaskrifstofa hafi staðfest pöntun skriflega með tölvupósti og farþegi hafi greitt staðfestingargjald eða fullgreitt pöntun sína.  
 

Við bókun er hægt að greiða 50.000 kr. í staðfestingargjald á mann ef 8 vikur eða lengra er í brottför. Ef minna en 8 vikur er í brottför þarf að fullgreiða ferðina. Pakkaferðir á viðburði eins og á fótboltaleik eða tónleika þá er staðfestingargjaldið að lágmarki 100.000 kr. pr. mann. Staðfestingargjald í golfferðir er 80.000 kr. Staðfestingargjald er alltaf óendurkræft.

Hægt er að greiða ferðina með debet, kreditkorti, millifærslu, Netgiró eða Pei. Einnig bjóðum við upp á kortalán þar sem hægt er að skipta greiðslum í allt að 36 mánuði. Ef  viðskiptavinur vill taka kortalán þá þarf að senda okkur póst á tango@tango.travel og við aðstoðum með það. Netgiró og Pei bjóða einnig upp á að skipta greiðslum í allt að 24 mánuði en það fer einnig eftir upphæðinni sem á að skipta. Viðskiptavinur skiptir greiðslum sjálfum eftir að bókun er gerð inn á vef Netgiró eða Pei. Þeir sem vilja greiða með millifærslu geta sent okkur póst á tango@tango.travel og við aðstoðum við það. 

Tango Travel áskilur sér rétt til leiðréttinga á verði og villum sem rekja má til rangrar uppsetningar, tæknilegra ástæðna eða rangar upplýsingar í texta og auglýsingum og áskilur sér rétt til leiðréttinga á verði eða endurgreiðslu hafi rangt verð verið gefið eða af öðrum tæknilegum ástæðum.   

Öll verð Tango Travel eru reiknuð út í rauntíma, þegar farþegi bókar á vefnum.  Ef farþegi hættir við bókun á heimasíðu eða klára ekki bókun þá getur Tango Travel ekki ábyrgst að saman verð finnist aftur. Auglýst verð innihalda skatta og gjöld nema að annað sé tekið fram. 
Áður en viðskiptavinurinn klára bókun og gengur frá greiðslu, þarf hann að haka í box að hann hafi lesið og samþykkt þessa skilmála. Um leið og bókun er gerð og greiðsla hefur verið innt af hendi er bókun óendurkræf. Ferð sem er að fullu greidd tekur ekki verðbreytingum.  
 
Afpöntun eða breyting á bókun  
Um leið og bókun hefur átt sér stað og hún er greidd að hluta til eða að fullu greidd og  er hún óendurkræf. Ekki er hægt að endurgreiða útgefinn farseðil, en farseðill er gefinn út um leið og viðskiptavinur kaupir og greiðir að hluta til eða fullgreiðir ferðina. Í einhverjum tilfellum er möguleiki að breyta farmiða. En það fer allt eftir því hvaða tegund af fargjaldi var upphaflega bókað. Ef hægt er að breyta flugmiða þá er breytingargjald 5000 kr. fyrir hvern farþega í bókun. Ofan á það leggst breytingargjald flugfélagsins og mögulegur fargjaldamismunur. Ef fargjald er í einhverjum tilfellum ódýrar en það fargjald sem var bókað er ekki endurgreiðsla á mismun. Ekki er hægt að nafnabreyta flugmiða ef minna en 72 klst eru í brottör.
Tango Travel kaupir fargjaldið af viðkomandi flugfélagi um leið og bókun á sér stað, og aldrei er unnt að breyta bókaðri ferð í tilboðsferð. 
Sama gildir um hótel, ef breyta skal hóteli þarf að skoða hvert tilfelli fyrir sig hvort breytingar séu leyfilegar. Breytingargjald er 5000 kr. fyrir bókun. Ef hægt er að breyta hóteli þá er greitt fyrir verðmismun ef hótel er dýrara en það sem upphaflega var bókað. Ef ódýrar hótel er bókað þá er mismunur endurgreiddur.  
 
 
Skyldur farþega  
Farþegi er skuldbundinn að hlíta lögum og reglum opinberra aðila í þeim löndum sem hann ferðast um, taka tillit til samferðamanna sinna og hlíta þeim reglum sem gilda á hverjum stað, enda ber hann ábyrgð á tjóni sem hann kann að valda með framkomu sinni.  
 
Farþegi sem mætir ekki á brottfararstað á réttum tíma hefur fyrirgert rétti sínum til bóta ef hann missir t.a.m. af flugi af þeim sökum. Brjóti farþegi af sér í þessum efnum, eða gefi við upphaf ferðar tilefni til þess að ætla að hann verði samferðafólki sínu til ama með framkomu sinni, er ferðaskrifstofu heimilt að hindra hann í að hefja ferð sína eða halda henni áfram og verður hann þá að ljúka henni á sinn kostnað, þ.e.a.s. án endurkröfuréttar á hendur ferðaskrifstofu. Viðskiptavinur er ábyrgur að gefa upp réttar upplýsingar varðandi farþega og greiðslu, auk þess að fara yfir ferðagögn. Nafn á að vera nákvæmlega eins og þau koma fyrir í vegabréfi. Ef upplýsingarnar eru ekki réttar, getur farþegi lent í að vera synjað við innritun. Tango Travel tekur enga ábyrgð á afleiðingum rangra upplýsinga. Ferðagögn og allar breytingar á flugum munu verða áframsendar á uppgefið netfang viðskiptavinar. Því er mikilvægt að netfang sé rétt. 
 
Breyting á flugáætlun eða aflýsing ferða 
Þegar farþegi sem ferðast í áætlunarflugi heyra undir reglur viðkomandi flugfélags og þeirra landa sem ferðast er til.
Flugfélög hafa rétt til breytinga á flugáætlun og flugtímum vegna veðurfarslega orsaka, tafa vegna mikillar flugumferðar eða vegna seinnar komu vélar úr öðru flugi eða bilana. Flugfélög hafa rétt til að skipta um flugvélakost reynist það nauðsynlegt.  Tímasetningar flugfélaga sem gefnar eru upp við bókun eru alltaf áætlaðar og geta breyst. Tango Travel ber ekki ábyrgð á slíkum töfum flugfélaga eða breytingum frá fyrirfram áætlaðri flugáætlun.
 
Ef flugfélag fellur niður flug þá gilda þær reglur hjá hverju flugfélagi fyrir sig varðandi endurbókun á flugi, endurgreiðslur og eða bætur. 
Ef til þess kemur að endurgreiða þurfi ferð, þá er alltaf endurgreitt á það kort sem ferðin var greidd með. Ef greitt var með millifærslu þá er lagt inn á viðkomandi reikning.
Vegna atburða og aðstæðna sem telja má ófyrirsjáanlega og þess eðlis að ferðaskrifstofan getur á engan hátt haft áhrif á atburðarás, né afleiðingar tengdum þeim, ber ferðaskrifstofan enga ábyrgð. Í þeim tilvikum er ferðaskrifstofunni heimilt að breyta eða aflýsa ferðinni með öllu, enda verði farþegum tilkynnt tafarlaust þar um.  Geri ferðaskrifstofan breytingar á ferð áður en hún hefst skal tilkynna það farþega svo fljótt sem unnt er.  
 
 
Hótel og gististaðir 
Samkvæmt starfsreglum gististaða hafa hótel og íbúðahótel leyfi til að yfirbóka gistirými til að mæta eðlilegum afföllum á pöntunum. Komi til yfirbókunar hjá gististöðum, sem hafa staðfest gistingu til farþega á er gististaðurinn ábyrgur fyrir að útvega viðskiptavinum sambærilegt eða betra hótel.  Tango Travel er umboðsaðili og ber ekki ábyrgð á yfirbókunum gististaða, en sér að sjálfsögðu um að tilkynna og færa farþega á nýtt hótel eða gististað komi upp sú staða að um yfirbókun sé að ræða. Myndir og upplýsingar sem birtast á vef Tango Travel geta í einhverjum tilfellum verið fengnar frá þriðja aðila og getur ferðaskrifstofan því ekki borið ábyrgð á þeim.  Einnig ber Tango Travel ekki ábyrgð ef aðbúnaður og þjónusta er tímabundið ekki fyrir hendi, t.d.  vegna Covid  eða ef um bilanir eða viðgerðir er að ræða. 
Tango Travel sér ekki um að raða gestum á hótel eða gististaði, það er alfarið í umsjá hótelanna og það er gert rétt fyrir komu farþega. Farþegar geta beðið um séróskir sem við sjáum um að koma áleiðis til hótels. Taka skal fram að aldrei er hægt að staðfesta séróskir farþega. Það er alfarið í höndum starfsfólks á hótelum að skoða hvort hægt sé að verða við þeim óskum og kemur aðeins í ljós þegar á áfangastað er komið. 
 
Ferðamannaskattur og trygging
Á gististöðum hér þarf að greiða ferðamannaskatt. Skattinn þurfa ferðamenn að greiða sjálfir á viðkomandi hóteli. Upphæðin ræðst af stjörnugjöf hótelanna hverju sinni. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.
Einstaka hótel fer fram á tryggingargjald sem er endurgreitt við brottför ef ekkert tjón hefur orðið á herbergi/íbúð meðan á dvöl stóð. Þá getur hótelið farið fram á kreditkortanúmer sem tryggingu meðan á dvöl stendur. 
 
Breytingar á sætabókun  
Sætabókanir geta breyst án fyrirvara vegna breytinga á flugáætlun, flugkosti eða annarra ófyrirsjáanlegra kringumstæðna. Í slíkum tilfellum er ávallt reynt að útvega viðskiptavini sambærilegt sæti með svipaða staðsetningu í flugvélinni eins og upphafleg bókun segir til um. Sætabókanir fást ekki endurgreiddar nema að um verulega tilfærslu hafi verið að ræða. Farþegi þarf þá að framvísa brottfararspjaldi sem sýnir úthlutað sæti á viðkomandi flugi. Í öllum tilvikum er greitt fyrir sætabókun hjá flugfélögum.
 
Skemmdir á farangri 
Tango Travel bera ekki ábyrgð á skemmdum á töskum sem kunna að verða í flugi. Verði skemmdir á töskum í flugvél ber farþega að fá skriflega skýrslu hjá flugvallaryfirvöldum á staðnum, að öðrum kosti hefur farþegi fyrirgert rétti sínum til bóta. Flugfélögin sjá um greiðslu skaðabóta samkvæmt alþjóðlegum reglum og er greiðsla send beint til farþega. Tango Travel bera ekki ábyrgð ef farangur tapast, skemmist eða hann berst farþega seint vegna rangrar afgreiðslu á flugvelli, sú ábyrgð er alfarið á þjónustuaðilum flugfélaga. 
Öll Flugfélög rukka aukalega fyrir farangur. Það er á ábyrgð farþega að sjá til þess að hann hafi bókað og greitt fyrir þann farangur sem hann er meðferðis.  
 
Fararstjórn  
Farþegar Tango Travel eru á eigin vegum og ekki um farastjórn að ræða, nema að sérstaklega sé um það getið. Alltaf er hægt að hafa samband við okkur með því að senda tölvupóst á tango@tango.travel eða í gegnum netspjallið okkar. 
 
Gild ferðaskilríki og áritanir  
Mjög mikilvægt er að nafn á farseðli sé skráð eins og í vegabréfi, en þó er ekki hægt að nota sér íslenska bókstafi.  Það er á ábyrgð farþega að hafa með sér gild ferðaskilríki og hafa útvegað sér gildar ferðaáritanir þegar það á við. Vinsamlegast athugið að í mörgum löndum þarf vegabréf að vera gilt í minnst 6 mánuði, til að farþegum sé hleypt inn í landið.  Upplýsingar um vegabréf og áritanir má finna heimasíðu Þjóðskrár Íslands www.skra.is  
 
Bandaríkin  
Þeir farþegar sem ferðast til Bandaríkjanna og hafa undanþágu frá vegabréfsáritun (VWP) þurfa að hafa svokallaða ESTA ferðaheimild.  ESTA stendur fyrir Electronic System for Travel Authorization og á einvörðungu við VWP farþega. Hver farþegi er ábyrgur fyrir sinni umsókn. Sækja þarf um amk 72 klst fyrir brottför á  https://esta.cbp.dhs.gov
APIS upplýsingar  
Samkvæmt bandarískum lögum er skylda að fylla út ákveðnar upplýsingar áður en þú ferðast til og frá Bandaríkjunum. Best er að fylla APIS út áður en lagt er af stað út á flugvöll.  Ef þú hefur ekki lokið við ferð vegna ógilds vegabréfs, vantar vegabréfsáritanir, bólusetningarnar eða önnur nauðsynleg skjöl,  er ferð ekki endurgreidd. 
 
Ólögráða einstaklingar  
Ólögráða einstaklingum undir 18 ára er ekki heimilt að versla þjónustu hjá Tango Travel.  
 
Tryggingar  
Tango Travel ráðleggur öllum sínum farþegum að huga vel að tryggingamálum áður en lagt er upp í ferð.   
Farþegar eiga þess kost að kaupa á sinn kostnað ferða-, slysa-/sjúkra- og farangurstryggingu hjá tryggingafélögum og mælir Tango Travel með því að allir farþegar hafi gildar tryggingar, og kynni sér þau mál vel.  Ef ferð er greidd með greiðslukorti fylgja oft ferðatryggingar, athugið þó að tryggingar eru mjög mismundandi eftir tegund og gerð greiðslukorts. Kynnið ykkur vel tryggingaskilmála hjá greiðslukortafyrirtækjum. Einnig er hægt að sækja um sjúkratryggingakort hjá Sjúkratryggingum Íslands, upplýsingar um það má finna á www.sjukra.is Tango Travel býður ekki viðskiptavinum  upp á forfallatryggingu. 
 
Takmarkanir ábyrgðar og kvartanir  
Ferðaskrifstofa gerir ráð fyrir að farþegar séu heilir heilsu, þannig að ekki sé hætta á að þeir valdi öðrum óþægindum eða tefji ferðina vegna sjúkdóms. Ef farþegi veikist í ferð og er ekki fær um að halda ferðaáætlun eða óferðafær á heimferðardegi, er farþegi á eigin vegum og ber sjálfur ábyrgð á kostnaði sem af því kann að hljótast, sem og kostnaði við heimferð.   
Farþegi á ekki rétt til endurgreiðslu þótt hann ljúki ekki ferð af slíkum ástæðum eða öðrum sem ferðaskrifstofunni verður ekki um kennt.   
Komi upp vandamál meðan á ferð stendur er mjög mikilvægt að hafa strax samband við okkur með því að senda póst á tango@tango.travel og við munum gera allt sem okkar valdi stendur til þess að greiða úr vandamálinu. Hafi farþegi ekki komið umkvörtun sinni á framfæri við starfsfólk gististaðar og Tango Travel  á meðan á ferð stendur, hefur farþegi fyrirgert rétti sínum til mögulegra bóta.  
Kvartanir vegna ferðarinnar eftir að henni lýkur skulu berast Tango Travel tafarlaust og eigi síðar en viku eftir að ferð lýkur. Kvörtun þarf að berast skriflega og skal senda hana á tango@tango.travel Berist kvörtun ekki skriflega sér Tango Travel sér ekki fært að svara athugasemdum og kvörtunum. Tango Travel mun svo afla þeirra upplýsinga og gagna sem þarf til að taka afstöðu til kvörtunarinnar og skila niðurstöðum til farþega. Tango Travel áskilur sér jafnframt rétt til að takmarka skaðabætur í samræmi við takmarkanir sem kveðið er á um í landslögum eða alþjóðasamningum.   
 
Trúnaður  
Samkvæmt lögum þá er Tango Travel bundin þagnaskyldu gangvart viðskiptavinum sínum og gefum við því aldrei upp upplýsingar um ferðalög þín við aðra.  
Tango Travel áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum fyrirvaralaust.