Riad Villa Blanche er gott 4 stjörnu hótel sem hentar vel fyrir pör. Um 5 mínútna gangur er á næstu baðströnd og er 1,5 km í næstu matvöruverslun. Garður hótelsins er umvafinn gróðri, fallegur en lítill. Ágætis sólbaðsaðstaða, 1 sundlaug og 1 inni sundlaug. Heilsulind er á hótelinu þar sem er hægt að láta líða úr sér í heita pottinum, lauginni eða fara í tyrkneskt bað. Einnig er hægt að fara í snyrti og vellíðunarmeðferðir gegn gjaldi. Á hótelinu er veitingastaður, snarlbar og bar.
Myndasafn
Bóka
Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Riad Villa Blanche er gott 4 stjörnu hótel sem hentar vel fyrir pör. Um 5 mínútna gangur er á næstu baðströnd og er 1,5 km í næstu matvöruverslun. Garður hótelsins er umvafinn gróðri, fallegur en lítill. Ágætis sólbaðsaðstaða, 1 sundlaug og 1 inni sundlaug. Heilsulind er á hótelinu þar sem er hægt að láta líða úr sér í heita pottinum, lauginni eða fara í tyrkneskt bað. Einnig er hægt að fara í snyrti og vellíðunarmeðferðir gegn gjaldi.
Á hótelinu er veitingastaður, snarlbar og bar.
Í boði eru Elegance herbergi, Deluxe herbergi og Junior svíta. Í öllum herbergjum eru svalir eða verönd. Sjónvarp, skrifborð, minibar, hárþurrka og baðsloppur. Þráðlaust net, loftkæling og öryggishólf.
Þetta er góð 4 stjörnu gisting þar sem hótelið leggur upp úr notalegu andrúmslofti og slökun. Í næsta nágrenni eru 5 golfvellir og er góð gönguleið meðfram strandlengjunni. Um 10 mínútna akstur er í Souk El Had markaðinn sem engin má láta fram hjá sér fara.
Frá flugvellinum í Agadir til Riad Villa Blanche er um 24 km.