Spánn
, Benidorm

RH Corona del Mar

Yfirlit
RH Corano del Mar er gott 4 stjörnu hótel á Benidorm sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör.  
 
Supermarkaður er í um 3 mínútna göngufjarlægð og um 3 mínútna gangur er á Poniente baðströndina. Garður hótelsins er lítill, hefur sólbaðsaðstöðu, 1 sundlaug, 1 barnalaug og heitur pottur. Ýmis afþreying er á hótelinu, leikjaherbergi fyrir krakka, píla, borðtennis, skemmtikraftar á daginn og kvöldin. Líkamsrækt, sauna, upphituð innilaug og snyrtimeðferðir (gegn gjaldi). 
 
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, sundlaugarbar og bar. 

Staðsetning

Hótellýsing

Í boði eru tvíbýli og superior herbergi, einnig er í boði herbergi með sjávarsýn gegn gjaldi. Í öllum herbergjum eru svalir eða verönd. Sjónvarp, sími, skrifborð, minibar, hárþurrka, loftkæling á sumrin og hitun á veturna. Þráðlaust net og öryggishólf (gegn gjaldi).  
 
Þetta er góð vel staðsett 4 stjörnu gisting við Poniente ströndina þar sem fjölbreytta afþreyingu er að finna í næsta nágrenni. Fallegar gönguleiðir, vatnasport, veitingastaðir og verslanir.  
 
Frá flugvellinum í Alicante er um 56 km á RH Corano del Mar 
Bóka