Spánn
, Benidorm

Deloix Agua Centre

Yfirlit
Deloix Agua Centre er gott 4 stjörnu hótel sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Supermarkaður er í um 2 mínútna göngufjarlægð og er um 2,5 km á Levante baðströndina (5 mín í strætó).  
 
Garður hótelsins er fallegur með góðri sólbaðsaðstöðu. 1 stór sundlaug, 1 barnalaug með rennibrautum og leiksvæði. 1 laug á þaki hótelsins aðeins fyrir fullorðna (opin á sumrin) og 1 innilaug. Ýmis afþreying er á hótelinu. Krakkaklúbbur, leiksvæði fyrir börn innan og utandyra, sundsport yfir daginn eins og körfubolti, polo og aerobic. Reiðhjólaleiga, heilsulind, meðferðir (gegn gjaldi), líkamsræktarstöð og tennisvöllur. Á kvöldin er kvöldskemmtun, lifandi tónlist og karíókí. 
 
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, sundlaugarbar, bar og roof top bar (aðeins fyrir fullorðna).

Staðsetning

Hótellýsing

Í boði eru tvíbýli og fjölskylduherbergi. Öll herbergi hafa verönd eða svalir. Skrifborð, sófa, sjónvarp, síma, loftkælingu, mini bar (gegn gjaldi), öryggishólf, þráðlaust net og hárþurrku.  
 
Þetta er góð 4 stjörnu gisting fyrir fjölskyldur og pör þar sem fjölbreytta afþreyingu er að finna bæði á hóteli og í næsta nágrenni. Aqualandia vatnagarðurinn er aðeins í 900 metra göngufjarlægð og Mundomar dýragarðurinn er í 1 km fjarlægð frá Deloix Agua Centre hótelinu.   
 
Frá flugvellinum í Alicante er um 62 km á Deloix Agua Centre. 
Bóka