Spánn
, Tenerife

Parque Santiago

Yfirlit
Parque Santiago III og IV er vinsælt íbúðahótel staðsett á besta stað á Amerísku ströndinni. Fyrir framan hótelið er aðalgatan með verslunum og veitingastöðum og fyrir framan það er ströndin. 
Sundlaugagarðurinn er mjög stór með stórum laugum og nóg af sólbekkjum. Einnig er það frábær leikaðstaða fyrir börnin og vatnsrennibrautir fyrir krakkana. Í boði eru stúdíó íbúðir, íbúðir með einu svefnherbergi og íbúðir með tveimur svefnherbergjum. Íbúðirnar eru einfaldar og snyrtilegar. 

Staðsetning

Hótellýsing

Íbúðirnar eru í nokkrum byggingum á Parque Santiago III og IV sem standa hlið við hlið, en gestamóttakan er í Parque Santiago III.  
Hótelið er mjög stórt svo nokkur gangur getur verið frá gestamóttöku að íbúðum. Ekki eru lyftur í öllum byggingum og það er töluvert að tröppum. 
 
Engin dagskrá er á hótelinu á daginn eða kvöldin en mikið og fjörugt mannlíf er beint fyrir utan hótelið.  
 
Í boði eru stúdíó íbúðir, íbúðir með einu svefnherbergi og íbúðir með tveimur svefnherbergjum. Íbúðirnar eru einfaldar og snyrtilegar. Í öllum herbergjum er eldhúskrókur eða eldhús, stofa, sjónvarp, sími, öryggishólf og svalir eða verönd. ATH það er ekki loftkæling í þessum íbúðum aðeins vifta. Sumar íbúðir með tveimur svefnherbergjum eru á tveimur hæðum.  
 
Mjög vinsæl gisting með frábæra staðsetningu.  
 
 
 
Bóka