Spánn
, Tenerife

Spring Hotel Vulcano & Up

Yfirlit
Spring Hotel Vulcano & Up er mjög gott 4 stjörnu hótel staðasett á Amerísku ströndinni í aðeins 450 metrum frá ströndinni. Hótelið hefur nýlega allt verið endurnýjað. Sundlaugagarðurinn er stór með sundlaug og nuddpotti, sólbekkir sólhlífar á snakkbar. Skemmtidagskrá er yfir daginn og á kvöldin. 

Staðsetning

Hótellýsing

Heilsulind er á hótelinu með innilaug, sauna, hvíldaraðstöðu og þar er hægt að bóka nudd og snyrtimeðferðir. Líkamsrækt er á hótelinu og hægt er að fara í yoga. Hlaðborðsveitingastaðurinn Las Salinas er með úrval fjölbreytta Miðjarðarhafsrétta.  
 
Hótel Vulcano býður upp á auka þjónustu sem kallast UP. En þeir sem bóka herbergi UP fá sérstakan aðgang að þaki hótelsins. Þar er sólbaðsaðstaða, nuddpottur og sundlaug, “infinity pool”.  Frá 10-20:00 geta gestir fengið sér létt snarl og drykki svo sem eins og kaffi, gos og áfenga drykki á barnum sem er á UP svæðinu. Einnig fylgja sloppar og inniskór á herbergi og Nespresso kaffivél og kaffi. ATH Up er aðeins í boði fyrir 18 ára og eldri.  
 
Herbergin eru fallega innréttuð i ljósum litum. Öll herbergi eru með svölum, loftkælingu, sjónvarpi, síma, öryggishólfi og minibar. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka og snyrtivörur.  
 
Þetta er mjög gott hótel frábærlega staðsett á Amerísku ströndinni.  
 
 
Bóka