Spánn
, Tenerife

Coral Suites & Spa

Yfirlit

Coral Suites and Spa er gott hótel, aðeins fyrir fullorðna, á frábærum stað í miðju Amerísku strandarinnar. Í hótelgarðinum eru tvær sundlaugar, sólbekkir og sólhlífar. Á þakveröndinni á 6. hæð er sólbaðsaðstaða. Coral Suites and Spa er gott hótel og hentar fólki vel sem vill rólegheit. Það tekur um það bil 5 mínútur að ganga að Laugaveginum á Amerísku ströndinni þar sem eru fjöldi veitingastaða og verslana. 

Staðsetning

Hótellýsing

Heilsulind er í hótelinu, með líkamsræktaraðstöðu, heitum potti og nuddpotti, hvíldaraðstöðu og sauna.  
Við sundlaugina er snarl- og drykkjabar
Hægt er að velja um 40 fm Junior svítur eða 80 fermetra svítur með einu svefnherbergi. Allar svítur eru ætlaðar tveimur einstaklingum. Innréttingar eru stílhreinar og nútímalegar, með áherslu á bjarta og líflega liti. Öll herbergi eru með svölum, loftkælingu, síma, sjónvarp, nettenging. Hægt er að leigja öryggishólf. Í eldhúskrók er ísskápur, hellur, örbylgjuofn, kaffivél, hraðsuðuketill og brauðrist, auk allra nauðsynlegra áhalda. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka, baðsloppar, inniskór og baðvörur. 
 
Bóka