Madeira
, Funchal

Orca Praia

Yfirlit
Orca Praia er gott 4 stjörnu hótel sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Um 1 km gangur er í næsta supermarkað og stendur hótelið við strönd. Garður hótelsins er við ströndina og hefur ágætis sólbaðsaðstöðu og 1 stóra sundlaug. Ýmis afþreying er á hótelinu, leikjaherbergi, borðtennis, líkamsrækt, heilsulind (gegn gjaldi) og köfunar miðstöð (gegn gjaldi). Kvöldskemmtun og lifandi tónlist. Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, sundlaugarbar og bar. 
 

Staðsetning

Hótellýsing

Orca Praia er gott 4 stjörnu hótel sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Um 1 km gangur er í næsta supermarkað og stendur hótelið við strönd. Garður hótelsins er við ströndina og hefur ágætis sólbaðsaðstöðu og 1 stóra sundlaug. Ýmis afþreying er á hótelinu, leikjaherbergi, borðtennis, líkamsrækt, heilsulind (gegn gjaldi) og köfunar miðstöð (gegn gjaldi). Kvöldskemmtun og lifandi tónlist. 
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, sundlaugarbar og bar. 
Í boði eru Deluxe tvíbýli, Junior svíta og Deluxe superior svíta. Í öllum herbergjum eru rúmgóðar svalir eða verönd. Sjónvarp, sími og hárþurrka. Þráðlaust net og öryggishólf (gegn gjaldi). 
Þetta er góð 4 stjörnu gisting sem er byggð meðfram kletti og hafa öll herbergi útsýni yfir hafið. 
Beinn aðgangur er frá hótelinu á svarta strönd þar sem hægt er að njóta slökunar við sjávarniðinn.
Um 12 mínútna akstur er í miðbæ Funchal sem er iðandi af lífi, fjölbreyttir veitingastaðir og verslanir.
Frá flugvellinum í Madeira til Orca Praia er um 24 km.
Bóka