Melia Fuerteventura er gott 4 stjörnu hótel í Costa Calma sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör.
Supermarkaður er á hótelinu og stendur hótelið við baðströnd. Garður hótelsins er stór 3 sundlaugar, 1 barnalaug með rennibraut og góð sólbaðsaðstaða. Fjölbreytt afþreying er á hótelinu, leikvöllur fyrir börn, krakkaklúbbur, leikherbergi innandyra, tennis völlur, kvöldskemmtun, lifandi tónlist og heilslind (gegn gjaldi). Einnig býður hótelið upp á að aðstoða gesti við að leigja bíl eða hjól í móttökunni. Við ströndina er hægt að fara á seglbretti og sækja kennslu (gegn gjaldi).
Á hótelinu er 1 hlaðborðsveitingastaður, 4 veitingastaðir, bar og snarlbar.
Myndasafn
Bóka
Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Í boði eru tvíbýli og fjölskylduherbergi. Öll herbergin hafa svalir eða verönd. Sjónvarp, síma, lítinn ísskáp, hárþurrku, loftkælingu og öryggishólf (gegn gjaldi). Þetta er góð 4 stjörnu gisting á Costa Calma svæðinu sem hefur fjölbreytta afþreyingu á hótelinu fyrir bæði börn og fullorðna.Frá flugvellinum er um 67 km á Melia Fuerteventura.