Fuerteventura
, Costa Calma

H10 Tindaya

Yfirlit
H10 Tindaya er gott 4 stjörnu hótel í Costa Calma sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör. Aðeins er um 7 mínútna gangur í næsta supermarkað og stendur hótelið við baðströnd. 
Garður hótelsins er stór, 3 sundlaugar, 2 barnalaugar, vatnsleiksvæði, sjóræningjaskip og litlar rennibrautir. Góð sólbaðaðstaða og leikvöllur. Fjölbreytt afþreying er á hótelinu fyrir bæði börn og fullorðna krakkaklúbbur, leikjaherbergi, borðtennis, píla, minigolf (gegn gjaldi), kvöldskemmtun og lifandi tónlist. Einnig er líkamsrækt og heilsulind (gegn gjaldi). 
Á hótelinu er 1 hlaðborðveitingastaður og 1 veitingastaður, 2 barir og kaffihús. 
 

Staðsetning

Hótellýsing

Í boði eru tvíbýli, superior tvíbýli og junior svíta. Öll herbergi hafa svalir eða verönd. Sjónvarp, hárþurrku, loftkælingu, þráðlaust net, minibar (gegn gjaldi) og öryggishólf (gegn gjaldi). Junior svítan hefur umfram herbergin baðsloppa, inniskó, síma, kaffivél og sólbekki á svölum/verönd. 
Þetta er góð 4 stjörnu gisiting á Costa Calma svæðinu með fjölbreytta afþreyingu á hótelinu fyrir bæði börn og fullorðna. 
Frá flugvellinum er um 64 km á H10 Tinday.
 
Bóka