Spánn
, Costa del Sol
, Torremolinos

Melia Costa del Sol

Yfirlit

Melia Costa del Sol er mjög góð 4 stjörnu gisting frábærlega staðsett í Torremolinos.Staðsett á Playa Alamos ströndinni og í næsta umhverfi er fjöldi veitingastaða, verslana og bara. Í garði hótelsins er sundlaug og sólbekkir með útsýni út á strönd og Miðjarðarhafið. 

Staðsetning

Hótellýsing

Strandbarinn, The Beach at Melia Costa del Sol býður upp á hrísgrjóna og fiskirétti og drykki. Aðalveitingastaður hótelsins er hlaðborðstaður sem framreiðir fjölbreytta alþjóðlega og Miðjarðarhafsrétti. Bar hótelsins Bar Central er með úti verönd með setuaðstöðu þar er hægt að fá  fjölbreytt úrval af gin, kokteilum og léttvíni.  

“The Level” er auka þjónusta sem að gestir getað bókað. En innifalið í því er meðal annars, aðgangur að The Level Longe sem er á þaki hótelsin, þar er sundlaug, sólbekkir og bar þar sem að hægt er að fá létt snarl og drykki yfir daginn. Gestir þurfa að vera 16 ára og eldri til þess að fá aðgang að The Level Longe á þakinu. Einnig fá gestir sem bóka þessa þjónustu sér morgunverðasal þar sem aðeins gestir með Level aðgangi borða. Einnig er hægt að fá létt snarl, kaffi og drykki yfir daginn. Á kvöldin milli 19-21 er svo hægt að fá léttvín, bjór og fleiri drykki.  
Herbergin á Melia eru snyrtileg og fallega innréttuð í ljósum litum. Nokkrar herbergistýpur eru í boði og greitt er aukalega fyrir herbergi sem eru með sjávarútsyni. Öll herbergi eru með svölum, loftkælingu, síma, sjónvarpi, minibar, öryggishólfi, skrifborði og stól, katli og neti. Á baðherbergi er sturta, hárþurrka og snyrtivörur.  
Bóka