Króatía
, Split

Jona Hotel - Podstrona

Yfirlit
Jona Hotel er 4 stjörnu hótel í Podstrana sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör.  
Hótelið stendur nálægt einkabaðströnd þar sem er góð sólbaðsaðstaða. 
Gestir Jona hotel hafa afnot af innisundlaug, gufubaði og líkamsrækt á Hotel San Antonio sér að kostnaðarlausu sem er í aðeins 50 m fjarlægð. Hótel starfsmenn geta aðstoðað með að bóka hinar ýmsu afþreyingar í næsta nágrenni hvort sem það er útivist, vatnasport eða ýmis önnur skemmtun.  
Morgunverðar hlaðborðsveitingastaður er staðsett á Hotel San Antonio. 

Staðsetning

Hótellýsing

Í boði eru tvíbýli (2 gestir), Comfort tvíbýli (3 gestir) og Comfort fjórbýli (4 gestir). Svalir eða verönd er í Comfort tvíbýli og Comfort fjórbýli en ekki í tvíbýlunum. Í öllum herbergjum er sjónvarp, sími, skrifborð, minibar, hárþurrka, loftkæling, þráðlaust net og öryggishólf (gegn gjaldi). 
Þetta er einföld 4 stjörnu gisting vel staðsett við sjávarsíðuna í Prodstrana. Um 15 mínútna akstur er í miðbæ Split þar sem er að finna hinar ýmsu afþreyingar, veitingastaði, söfn, bari og verslanir. Vinsælt er að fara um á reiðhjóli og upplifa það sem þessi fallega borg hefur uppá að bjóða. Reiðhjólaleigur eru staðsettar á mörgum stöðum um borgina.  
Frá flugvellinum í Split eru 26 km á Jona Hotel. 
Bóka