Myndasafn
- Pakkaferðir
Staðsetning
Hótellýsing
Hotel Riu Palace Tikida Agadir er gott 5 stjörnu hótel í Agadir sem hentar vel fyrir fjölskyldur og pör.
Um 4 mínútna gangur er í næsta supermarkað og er hótelið staðsett við baðströnd. Garður hótelsins er stór og hefur góða sólbaðsaðstöðu, 2 sundlaugar og 1 barnalaug. Ýmis afþreying er á hótelinu, krakkaklúbbur, leikvöllur fyrir börn og skemmtidagskrá á daginn. Tennisvöllur, blakvöllur, líkamsrækt og heilsulind (gegn gjaldi). Lifandi tónlist og kvöldskemmtun
Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, 2 veitingastaðir, sundlaugarbar og 3 barir.
Í boði eru standard tvíbýli, tvíbýli, fjölskylduherbergi og junior svíta. Í öllum herbergjum eru svalir eða verönd. Sjónvarp, sími, sófi, minibar og hárþurrka. Loftkæling, þráðlaust net og öryggishólf.
Þetta er góð 5 stjörnu gisting staðsett við einkaströnd hótelsins. Falleg göngu og hjólaleið er meðfram strandlengjunni. Agadir Marina er í 3 km göngu fjarlægð en það er líflegur staður með verslunum, kaffihúsum og veitingastöðum. Souk El Had markaðurinn er aðeins í 10 mínútna akstursfjarlægð frá gistingunni.
Frá flugvellinum í Agadir er um 25 km á Hotel Riu Palace Tikida Agadir