Spánn
, Benalmádena
, Costa del Sol

Hotel Best Triton

Yfirlit
Hotel Best Triton er góð 4 stjörnu gisting sem er frábærlega staðsett örstutt frá Benalmádena smábátahöfninni. En þar er mikið líf og fjör á daginn og kvöldin og fjöldinn allur af veitingastöðum.  Í garði hótelsins eru tvær sundlaugar, barnlaug, snakkbar, sólbekkir og sólhlífar. Á daginn er ýmislegt í boði fyrir börnin í krakkaklúbbnum og á kvöldin er skemmtun fyrir alla fjölskylduna.  

Staðsetning

Hótellýsing

Herbergin eru einföld og snyrtileg, ágætlega rúmgóð. Herbergi sem hýsa 2 fullorðna og 2 börn eru með tveimur queen size rúmum, sem þýðir að 2 einstaklingar sofa í hverju rúmi fyrir sig. Hægt er að bóka gistingu með morgunverð, hálfu fæði eða fullu fæði. Góður kostur og frábærlega staðsett.  
Bóka