Spánn
, Benalmádena
, Costa del Sol

Hotel Best Benalmadena

Yfirlit

Best Benalmádena er 4 stjörnu hótel staðsett aðeins 150 metrum frá ströndinni en það eru 3 km í miðbæ Benalmádena og að smábátahöfninni. Garður hótelsins er lítill en þar er sundlaug, barnalaug, nuddpottur, leikvöllur fyrir börnin og sundlaugabar. Krakkaklúbbur er í boði yfir daginn.  

Staðsetning

Hótellýsing

Heilsulind með nuddpotti, hvíldaraðstöðu, sauna og líkamsræktaraðstaða.  

Veitingastaður hótelsins er hlaðborðsveitingastaður sem býður upp á fjölbreytta rétti.  
Herbergin eru öll tvíbýli einföld og snyrtileg. Herbergin hýsa mest 2 fullorðna og 2 börn. Í herbergi eru tvö Queen rúm og gista því tveir einstaklingar í hverju rúmi fyrir sig. Öll herbergi eru með svölum, loftkælingu, litlum ísskáp, neti, sjónvarp, sími, lítið borð og stólar. Baðherbergi eru með baðkari hárþurrku og snyrtivörum.  
Bóka