Pólland
, Gdansk

Hilton Gdansk

Frá69.900 ISK
Yfirlit

Hilton Gdanks er mjög gott 5 stjörnu hótel staðsett aðeins 200 metrum frá hafnarbakkanum á Motlawa og 600 metrum frá Dlugi Targ götunni í hjarta gamla bæjarins. Frábær staðsetning þar sem verslanir og veitingastaðir eru á næsta götuhorni.

Staðsetning

Hótellýsing

Á hótelinu er veitingastaðurinn Mercato sem sérhæfir sig í því að vera alltaf með fyrst flokks hráefni sem er í boði hverju sinni árið um kring. Staðurinn þykir mjög góður og er með eitt mesta úrval af léttvínum í boði í allri borginni. Tveir barir eru á hótelinu Fahrenheit Bar sem er í gestamóttökunni og þakbarinn með útsýni yfir borgina High 5.  

Heilsulind hótelsins Urban SPA er glæsileg með innlaug, hvíldaraðstöðu, sauna og einnig er hægt að bóka þar hinar ýmsu meðferðir og fara í nudd. Líkamsræktaraðstaða er einnig á hótelinu.  
Herbergin eru í ljósum litum ágætlega rúmgóð. Öll herbergi eru með loftkælingu, minibar, sjónvarpi, öryggishólfi, síma, kaffivél, skrifborði og stól. Baðherbergið er með baðkari, sturtu, hárþurrku og snyrtivörum. Einnig fá gestir sloppa og inniskó.  
Gott hótel með frábærri staðsetningu.  
 
 
Frá 69.900 ISK
Bóka